Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 16:12 Frá atkvæðagreiðslunni í þýska þinginu. Sjá má Friedrich Merz, verðandi kanslara, neðst fyrir miðju. AP/Ebrahim Noroozi Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu.
Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08