Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar 19. mars 2025 14:30 Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun