Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. mars 2025 06:58 Yfir 600 hafa látist í árásum Ísraelshers frá því að Ísraelsmenn rufu vopnahléið. Getty/NurPhoto/Majdi Fathi Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira