Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2025 23:21 Hamdan Ballal, dreginn upp í bíl, handjárnaður og með bundið fyrir augun. AP/Raviv Rose Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. AP fréttaveitan hefur eftir vinum Ballals og vitnum að um tólf landtökumenn, sumir grímuklæddir, sumir vopnaðir byssum og einhverjir þeirra einkennisklæddir, hafi ráðist á þorpið Susiya á Vesturbakkanum. Hermenn hafi miðað byssum að Palestínumönnum á meðan landtökufólk grýtti þá. Basel Adra, annar leikstjóri heimildarmyndarinnar, segir árásina hafa byrjað undir kvöld og að ísraelskur maður sem hafi ítrekað ráðist á fólk í þorpinu hafi komið þangað í fylgd hermanna, sem hafi skotið úr byssum sínum upp í loftið. Þá hefur Adra eftir eiginkonu Ballals að hann hafi verið barinn fyrir utan heimili þeirra og hafi öskrað að verið væri að myrða hann. Í kjölfarið sá Adra hermenn færa Ballal, handjárnaðan og með bundið fyrir augun upp í herbíl og keyrt hann á brott. Önnur vitni sem blaðamenn ræddu við studdu frásögn Adra. Einn sagði tíu til tuttugu grímuklædda menn, vopnaða kylfum og með grjót, hafi ráðist á hjálparstarfsmenn á svæðinu. Rúður í bílum þeirra hafi verið brotnar og skorið á dekk bílanna. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni Ballals að þrír Palestínumenn hafi verið teknir í hald í Susiya. Þeim sé haldið á herstöð og samkvæmt lögreglunni sé verið að hlúa að þeim þar. Hún hefur þó ekki fengið að hitta leikstjórann. Times of Israel hefur eftir talsmönnum hersins að áflog hafi byrjað þegar „hryðjuverkamenn“ grýttu bíla Ísraela. Báðar fylkingar hafi svo byrjað að kasta gjóti og þegar hermenn bar að garði hafi þeir einnig orðið fyrir grjóti. Þrír Palestínumenn og einn Ísraeli hafi verið handteknir fyrir grjótkast. Hafa unnið til margra verðlauna Heimildarmyndin No other land, hefur unnið til margra verðlauna víða um heim en hún fjallar um baráttu íbúa svæðis á Vesturbakkanum sem kallast Masafer Yatta, við að reyna að stöðva ísraelska herinn í að jafna heimili þeirra við jörðu. Slík eyðilegging er tíð á Vesturbakkanum, sem Ísraelar hertóku ásamt Gasaströndinni og Austur-Jerúsalem árið 1967. Síðan þá hafa Ísraela reist vel á annað hundrað landtökubyggðir á Vesturbakkanum, þar sem rúmlega hálf milljón landtökumanna búa. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Masafer Yatta var skilgreint sem æfingasvæði fyrir ísraelska herinn á níunda áratug síðustu aldar og var íbúum gert að yfirgefa svæðið og er þar að mest um að ræða Bedúína. Margir hafa þó reynt að halda til áfram á svæðinu en hermenn mæta reglulega til að rífa niður híbýli þeirra, tjöld og vatnstanka. Hér að neðan má sjá þegar Hamdan Ballal, Basel Adra og hinir tveir leikstjórar No other land, þau Yuval Abraham og Rachel Szor, frá Ísrael, tóku við óskarsverðlaununum í upphafi mánaðarins. Bæði Ballal og Adra eru frá Masafer Yatta. "No Other Land" director Basel Adra: "We call on the world to take serious actions to stop the injustice and to stop the ethnic cleansing of Palestinian people." | #Oscars pic.twitter.com/NzoqLKiBSJ— Variety (@Variety) March 3, 2025 Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. 23. febrúar 2025 22:35 Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. 21. janúar 2025 11:59 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir vinum Ballals og vitnum að um tólf landtökumenn, sumir grímuklæddir, sumir vopnaðir byssum og einhverjir þeirra einkennisklæddir, hafi ráðist á þorpið Susiya á Vesturbakkanum. Hermenn hafi miðað byssum að Palestínumönnum á meðan landtökufólk grýtti þá. Basel Adra, annar leikstjóri heimildarmyndarinnar, segir árásina hafa byrjað undir kvöld og að ísraelskur maður sem hafi ítrekað ráðist á fólk í þorpinu hafi komið þangað í fylgd hermanna, sem hafi skotið úr byssum sínum upp í loftið. Þá hefur Adra eftir eiginkonu Ballals að hann hafi verið barinn fyrir utan heimili þeirra og hafi öskrað að verið væri að myrða hann. Í kjölfarið sá Adra hermenn færa Ballal, handjárnaðan og með bundið fyrir augun upp í herbíl og keyrt hann á brott. Önnur vitni sem blaðamenn ræddu við studdu frásögn Adra. Einn sagði tíu til tuttugu grímuklædda menn, vopnaða kylfum og með grjót, hafi ráðist á hjálparstarfsmenn á svæðinu. Rúður í bílum þeirra hafi verið brotnar og skorið á dekk bílanna. Fréttaveitan hefur eftir lögmanni Ballals að þrír Palestínumenn hafi verið teknir í hald í Susiya. Þeim sé haldið á herstöð og samkvæmt lögreglunni sé verið að hlúa að þeim þar. Hún hefur þó ekki fengið að hitta leikstjórann. Times of Israel hefur eftir talsmönnum hersins að áflog hafi byrjað þegar „hryðjuverkamenn“ grýttu bíla Ísraela. Báðar fylkingar hafi svo byrjað að kasta gjóti og þegar hermenn bar að garði hafi þeir einnig orðið fyrir grjóti. Þrír Palestínumenn og einn Ísraeli hafi verið handteknir fyrir grjótkast. Hafa unnið til margra verðlauna Heimildarmyndin No other land, hefur unnið til margra verðlauna víða um heim en hún fjallar um baráttu íbúa svæðis á Vesturbakkanum sem kallast Masafer Yatta, við að reyna að stöðva ísraelska herinn í að jafna heimili þeirra við jörðu. Slík eyðilegging er tíð á Vesturbakkanum, sem Ísraelar hertóku ásamt Gasaströndinni og Austur-Jerúsalem árið 1967. Síðan þá hafa Ísraela reist vel á annað hundrað landtökubyggðir á Vesturbakkanum, þar sem rúmlega hálf milljón landtökumanna búa. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Masafer Yatta var skilgreint sem æfingasvæði fyrir ísraelska herinn á níunda áratug síðustu aldar og var íbúum gert að yfirgefa svæðið og er þar að mest um að ræða Bedúína. Margir hafa þó reynt að halda til áfram á svæðinu en hermenn mæta reglulega til að rífa niður híbýli þeirra, tjöld og vatnstanka. Hér að neðan má sjá þegar Hamdan Ballal, Basel Adra og hinir tveir leikstjórar No other land, þau Yuval Abraham og Rachel Szor, frá Ísrael, tóku við óskarsverðlaununum í upphafi mánaðarins. Bæði Ballal og Adra eru frá Masafer Yatta. "No Other Land" director Basel Adra: "We call on the world to take serious actions to stop the injustice and to stop the ethnic cleansing of Palestinian people." | #Oscars pic.twitter.com/NzoqLKiBSJ— Variety (@Variety) March 3, 2025
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. 23. febrúar 2025 22:35 Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. 21. janúar 2025 11:59 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. 23. febrúar 2025 22:35
Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. 21. janúar 2025 11:59