Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 07:46 Til eru myndir af flugvélum fullum af börnum á leið úr landi til ættleiðingar. Getty Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið. Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira