Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2025 11:17 Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál ÍR Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun