Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 08:00 Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og meirihluti rúmlega tveggja milljóna íbúa eru á vergangi. Getty/Abdul Hakim Abu Riash Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira