Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2025 09:15 Frá mótmælum á Harvard-háskólasvæðinu gegn handtöku nemenda við annan háskóla sem hafði mótmælt hernaði Ísraela á Gasa. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fryst milljarða dollara framlög alríkisstjórnarinnar til Harvard-háskóla eftir að stjórnendur skólans neituðu að láta undan kröfum hennar. Forseti skólans segir alríkisstjórnin reyna að taka yfir stjórn hans. Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Harvard varð fyrsti stóri háskólinn í Bandaríkjunum sem hafnaði kröfum alríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Alríkisstjórnin heldur því fram að skilyrði sem hún setti fyrir áframhaldandi fjárframlögum til skólans eigi að efla baráttu gegn gyðingaandúð í háskólum. Skilyrðin fólu meðal annars í sér að skólinn breytti stjórn sinni, ráðningum og inntökuskilyrðum. Alan Garber, forseti Havard-háskóla, sagði í bréfi til starfsmanna og nemenda í gær að Hvíta húsið hefði sent lista með nýjum kröfum á föstudag. Þeim hefði fylgt hótun um að skólinn yrði sviptur fjárveitingum ef hann léti ekki undan þeim. Harvard ætlaði engu að síður hvorki að gefa eftir sjálfstæði sitt né stjórnarskrárvarin réttindi. Ríkisstjórnin gengi of langt í kröfum sínum sem gengju flestar út á að veita henni beina stjórn yfir „vitsmunalegum aðstæðum“ í Harvard. Menntamálaráðuneytið lýsti því skömmu síðar yfir að fjárveiting upp á 2,2 milljarða dollara og 60 milljónir í samninga við Harvard hefðu verið frystar. Yfirlýsing forseta skólans sýndi að stærstu og frægustu háskólar landsins væru haldnir heimtufrekju. Vilja að skólinn klagi nemendur og leyfi stjórnvöldum að hlutast til um námsskrár Kröfur repúblikanastjórnarinnar á hendur háskólanna má rekja til andúðar hennar á mótmælum háskólanema gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Repúblikanar hafa sakað stjórnendur háskólanna um að gera ekki nóg til þess að tryggja öryggi gyðinga sem stunda nám við þá. Á meðal þeirra krafna sem alríkisstjórnin gerði til Harvard var að skólinn þyrfti að tilkynna yfirvöldum um nemendur sem væru andsnúnir „bandarískum gildum“ og að ráða einhvern sem væri alríkisstjórninni þóknanlegur til þess að fara yfir námsskrár og deildir sem „kynda mest undir áreitni í garð gyðinga“. Ríkisstjórnin hefur þegar látið handtaka nokkra námsmenn sem andmæltu hernaðinum á Gasa á einhvern hátt og stefnir að því að vísa þeim úr landi þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið sakaðir um nokkurn glæp. Byggir stjórnin brottvísanirnar á ákvæði í lögum frá kalda stríðinu um að vísa megi fólki úr landi ef utanríkisráðuneytið telur það geta skaðað utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skóla- og menntamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira