Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. apríl 2025 23:02 Krossfestingin í ár var sú 36. hjá Filippseyingnum Ruben Enaje. Þar í landi er áralöng hefð fyrir því að menn sviðsetji krossfestingu Jesú krists á föstudaginn langa. Myndin er tekin í fyrra. EPA Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag. Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag.
Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent