Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 15:15 Recep Erdogan, forseti Tyrklands, er móðgunargjarn maður. Undir stjórn hans var sænskur blaðamaður hnepptur í fangelsi og ákærður. Getty/Anadolu Agency Tyrkneskur dómstóll dæmdi sænskan blaðamann í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta landsins, í dag. Blaðamaðurinn á enn yfir höfði sér ákæru fyrir meint tengsl við hryðjuverksamtök. Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð. Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Joakim Medin, sænskur blaðamaður sem hefur fjallað um málefni Tyrklands um árabil, var handtekinn við komuna þangað þegar hann hugðist fjalla um mótmælabylgju gegn Erdogan í síðasta mánuði. Hann var ákærður fyrir að móðga forsetann og tengsl við kúrdískan hóp sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Dómurinn sem Medin hlaut í dag er skilorðsbundinn. Sænska ríkisútvarpið segir að ákæran sem hann á enn yfir höfði sér um meint tengsl við hryðjuverkasamtök sé mun alvarlegri. Það gæti tekið einhverja mánuði að fá botn í það mál. Sönnunargögnin sem voru notuð til þess að sakfella Medin í dag voru meðal annars blaðagrein sem hann skrifaði um mótmæli í Svíþjóð árið 2023 og mynd af þeim sem hann deildi á samfélagsmiðli. Þar sást meðal annars brúða í líki Erdogan sem mótmælendur hengdu upp við ráðhúsið í Stokkhólmi. Í hryðjuverkaákærunni byggir ákæruvaldið einnig á blaðagreinum Medin um Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og bók sem hann skrifaði um samtökin. Saka saksóknarar blaðamanninn um að dreifa áróðri flokksins. Lögmenn Medin segja ákæruna byggða á sandi og eiga sér pólitískar rætur. Tyrknesk stjórnvöld töfðu aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, meðal annars vegna þess að sænsk stjórnvöld gengust ekki við kröfum þeirra um að beita sér gegn kúrdískum hópum í Svíþjóð.
Tyrkland Svíþjóð Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira