Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:59 Verkamenn skoða gatið sem íranskur dróni á vegum Rússa skildi eftir sig í steinhvelfingunni utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið. Vísir/EPA Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira