Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Arnar Skúli Atlason skrifar 8. maí 2025 22:11 Dedrick Basile var stigahæstur hjá Tindastól með 25 stig. Vísir/Jón Gautur Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti en Stjörnumenn unnu sig inn í leikinn, náðu forystunni og voru yfir nær allan seinni hálfleikinn. Stólarnir áttu hins vegar frábæran lokakafla og unnu upp fimm stiga forskot Stjörnunnar á lokamínútum leiksins. Tindastóll vann síðustu 40 sekúndur leiksins 8-0. Davis Geks setti niður risaþrist og Sólarnir kláruðu leikinn á vítalínunni. Dedrick Basile var stigahæstur hjá Tindastól með 25 stig en Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 19 stig. Hilmar Smári Henningsson skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna en Ægir Þór Steinarsson var með 24 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan
Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti en Stjörnumenn unnu sig inn í leikinn, náðu forystunni og voru yfir nær allan seinni hálfleikinn. Stólarnir áttu hins vegar frábæran lokakafla og unnu upp fimm stiga forskot Stjörnunnar á lokamínútum leiksins. Tindastóll vann síðustu 40 sekúndur leiksins 8-0. Davis Geks setti niður risaþrist og Sólarnir kláruðu leikinn á vítalínunni. Dedrick Basile var stigahæstur hjá Tindastól með 25 stig en Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 19 stig. Hilmar Smári Henningsson skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna en Ægir Þór Steinarsson var með 24 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.