Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. maí 2025 10:03 Pétur Magnússon, deildarstjóri vörustýringar og innkaupa hjá Öryggismiðstöðinni. Aðsend Takast þarf á við þjófnað í verslunum á fjölbreyttan hátt, bæði með tækni og starfsmönnum að mati sérfræðings hjá Öryggismiðstöðinni. Hann segir þó vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi bestu forvörnina. „Það þarf að fræða starfsmenn verslana á Íslandi um rýrnun og leiðir til að minnka hana, kenna þeim meðal annars hver munurinn er á þekktri og óþekktri rýrnun. Mikilvægt er að átta sig á því hvar rýrnun verður til til að geta spornað við henni. Ef við vitum hvar og hvernig þjófar eru að bera sig að þá getum við brugðist við með lausn. Ef við vitum hvað veldur þekktri rýrnun þá er hægt að bregðast við með bættum ferlum. Ef við höfum ekki þessar upplýsingar þá mun vandamálið bara stækka og stækka og valda fyrirtækjunum meira og meira tjóni,“ segir Pétur Magnússon, deildarstjóri vörustýringar og innkaupa hjá Öryggismiðstöðinni, í tilkynningu. Pétur segir að besta forvörnin í verslunum séu vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi. „Mikilvægt er að læra hratt af þjófnuðum og ráða yfir tólum til að stöðva rýrnun, t.d. þegar þjófagengi herja á verslanir þá verður að vera til viðbragð til að stöðva viðkomandi næst þegar þeir koma í verslunina.“ Fjölbreyttar tæknilausnir í boði Hann segir fjölbreyttar tæknilausnir í boði til að bregðast við. Til dæmis sé hægt að vera með aðgangshlið við inn og útganga til að stýra flæði í verslunum og hægt að notast við gervigreind í myndavélum til að bregðast við einstaklingum sem fari út um innganga með kerrur fullar af vörum. Þá séu einnig í boði lausnir sem séu tengdar beint við birgðakerfi verslana. „Margir fataframleiðendur merkja sínar vörur með RFID merkjum við framleiðslu. Með svona merkingum er hægt að lesa vörur sjálfkrafa inn við vörumóttökur, fylgjast með vörunum á lagernum og inni í verslun. Til dæmis fyrir sítalningar og til að nota merkið til að lesa vöruna inn á afgreiðslukassanum og sem þjófavörn ef reynt er að fara með vöruna út án þess að greiða fyrir hana.“ Hægt að nota lausnir á skilvirkari máta Pétur segir fyrirtæki oftast með nokkrar tæknilausnir í notkun en að oft sé hægt að nýta þær á skilvirkari máta. „Þannig má til dæmis tengja myndavélar við þjófavarnarbúnað og öryggiskerfi til að kalla fram betri upplýsingar við atburð, ekki bara að láta einhvern hljóðgjafa fara í gang. Þannig má hugsa sér að þegar þjófavarnarhlið fara í útkall þá fari strax myndefni af viðkomandi atburð á öryggisvörð verslunarinnar eða annan ábyrgan aðila sem getur brugðist við,“ segir Pétur og heldur áfram: „Svona tengingar milli kerfa geta flýtt viðbragði mikið og létt úrvinnslu. Gervigreindarlausnir í myndavélum eru í mikilli þróun og um að gera fyrir fyrirtæki að fylgjast mjög vel með lausnum þar sem geta létt þeim lífið og aukið skilvirkni. Í dag má hugsa sér að nota slíkar lausnir við t.d. að fylgjast með einstaklingum sem fara út um innganga verslana, einstaklingum sem eru við dyr verslana í ákveðið langan tíma að næturlagi, fá tilkynningar um grunsamlega hegðun í verslunum.“ Tækni Verslun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Það þarf að fræða starfsmenn verslana á Íslandi um rýrnun og leiðir til að minnka hana, kenna þeim meðal annars hver munurinn er á þekktri og óþekktri rýrnun. Mikilvægt er að átta sig á því hvar rýrnun verður til til að geta spornað við henni. Ef við vitum hvar og hvernig þjófar eru að bera sig að þá getum við brugðist við með lausn. Ef við vitum hvað veldur þekktri rýrnun þá er hægt að bregðast við með bættum ferlum. Ef við höfum ekki þessar upplýsingar þá mun vandamálið bara stækka og stækka og valda fyrirtækjunum meira og meira tjóni,“ segir Pétur Magnússon, deildarstjóri vörustýringar og innkaupa hjá Öryggismiðstöðinni, í tilkynningu. Pétur segir að besta forvörnin í verslunum séu vakandi starfsmenn og snyrtilegt umhverfi. „Mikilvægt er að læra hratt af þjófnuðum og ráða yfir tólum til að stöðva rýrnun, t.d. þegar þjófagengi herja á verslanir þá verður að vera til viðbragð til að stöðva viðkomandi næst þegar þeir koma í verslunina.“ Fjölbreyttar tæknilausnir í boði Hann segir fjölbreyttar tæknilausnir í boði til að bregðast við. Til dæmis sé hægt að vera með aðgangshlið við inn og útganga til að stýra flæði í verslunum og hægt að notast við gervigreind í myndavélum til að bregðast við einstaklingum sem fari út um innganga með kerrur fullar af vörum. Þá séu einnig í boði lausnir sem séu tengdar beint við birgðakerfi verslana. „Margir fataframleiðendur merkja sínar vörur með RFID merkjum við framleiðslu. Með svona merkingum er hægt að lesa vörur sjálfkrafa inn við vörumóttökur, fylgjast með vörunum á lagernum og inni í verslun. Til dæmis fyrir sítalningar og til að nota merkið til að lesa vöruna inn á afgreiðslukassanum og sem þjófavörn ef reynt er að fara með vöruna út án þess að greiða fyrir hana.“ Hægt að nota lausnir á skilvirkari máta Pétur segir fyrirtæki oftast með nokkrar tæknilausnir í notkun en að oft sé hægt að nýta þær á skilvirkari máta. „Þannig má til dæmis tengja myndavélar við þjófavarnarbúnað og öryggiskerfi til að kalla fram betri upplýsingar við atburð, ekki bara að láta einhvern hljóðgjafa fara í gang. Þannig má hugsa sér að þegar þjófavarnarhlið fara í útkall þá fari strax myndefni af viðkomandi atburð á öryggisvörð verslunarinnar eða annan ábyrgan aðila sem getur brugðist við,“ segir Pétur og heldur áfram: „Svona tengingar milli kerfa geta flýtt viðbragði mikið og létt úrvinnslu. Gervigreindarlausnir í myndavélum eru í mikilli þróun og um að gera fyrir fyrirtæki að fylgjast mjög vel með lausnum þar sem geta létt þeim lífið og aukið skilvirkni. Í dag má hugsa sér að nota slíkar lausnir við t.d. að fylgjast með einstaklingum sem fara út um innganga verslana, einstaklingum sem eru við dyr verslana í ákveðið langan tíma að næturlagi, fá tilkynningar um grunsamlega hegðun í verslunum.“
Tækni Verslun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira