Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2025 23:23 Frá höfuðstöðvum Alríkislögreglu Brasilíu, þar sem rannsakendur hafa varið miklum tíma í að kafa í oinber gögn í leit að rússneskum njósnurum. Getty/Andressa Anholete Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. Þessir njósnarar voru þar með orðnir brasilískir með opinber gögn og langar baksögur í landinu því til stuðnings. Slíka bakgrunn er erfitt að falsa á okkar tímum og notuðu njósnararnir þetta til að stunda njósnir víða um heim. Meðal annars fóru þeir til Bandaríkjanna, Mið-Austurlanda og Evrópu. Einn slíkur stundaði til að mynda njósnir í Noregi. Yfirvöld í Brasilíu, gagnnjósnarar og lögregluþjónar, hafa varið undanförnum þremur árum í að brjóta þetta kerfi Rússa niður. Búið er að svipta hulunni af að minnsta kosti níu rússneskum njósnurum sem þóst hafa verið frá Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times, sem byggir meðal annars á fjölda viðtala víða um heim. Að minnsta kosti tveir hafa verið handteknir en aðrir hafa flúið til Rússlands. Þar sem búið er að svipta af þeim hulunni er þó mjög ólíklegt að þeir muni nokkurn tímann vinna á erlendri grundu aftur. Rannsókn Brasilíumanna hefur tengt anga sinn til að minnsta kosti átta landa víða um heim og hafa þeir notið aðstoðar leyniþjónusta á Vesturlöndum. Áhersla á Rússa eftir innrás Eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 var víða um heim sett aukin áhersla á það að finna rússneska njósnara sem fara huldu höfði. Gagnnjósnateymi hjá Alríkislögreglu Brasilíu varði miklum tíma í að grandskoða opinber gögn eins og fæðingarvottorð milljóna Brasilíumanna í leit að mynstrum. Samkvæmt NYT var það svo í apríl 2022 sem skilaboð bárust frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) um að rússneskur njósnari hefði stungið upp kollinum í Hollandi þar sem hann átti að fara í starfsnám hjá Alþjóðasakamáladómstólnum. Það var um svipað leyti og dómstóllinn hóf rannsókn á stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Njósnari þessi ferðaðist um á brasilísku vegabréfi undir nafinu Victor Muller Ferreira. Hann hafði stundað nám undir því nafni í Bandaríkjunum en hét í rauninni Sergey Cherkasov. Honum hafði verið neitað um inngöngu í Holland af landamæravörðum þar og var í flugvél aftur á leið til Brasilíu. Lögreglan í Brasilíu hafði ekki næg sönnunargögn til að handtaka hann og var hann því settur undir umfangsmikið eftirlit þar til handtökuheimild fékkst en það tók ekki langan tíma. Hann var upprunalega handtekinn fyrir að nota fölsuð skjöl en við yfirheyrslur staðhæfði Cherkasov að hann væri brasilískur. Við nánari skoðun reyndist vegabréfið hans raunverulegt, hann var skráður á kjörskrá og hafði lokið herskyldu í Brasilíu, eins og lög segja til um. Það var ekki fyrr en fæðingarvottorð hans var skoðað að upp um hann komst. Sonur barnslausrar konu Samkvæmt því hafði Victor Muller Ferreira fæðst árið 1989 og var sonur konu sem dó fjórum árum síðar. Þegar rætt var við fjölskyldumeðlimi hennar kom þó í ljós að hún hafði aldrei eignast barn. Þá fannst enginn sem bar skráð nafn föður hans. Þá stóðu brasilískir rannsakendur frammi fyrir spurningum um það hvernig rússneskur njósnari gat orðið sér út um raunveruleg opinber skjöl undir fölsku nafni og ef hann gat það, gátu það fleiri. Yfirvöld í Moskvu lögðu síðar árið 2022 fram framsalskröfu á hendur Cherkasov. Var því haldið fram að hann væri ekki njósnari á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að falsa opinber gögn en dómur hans var styttur í fimm ár. Dómurinn var þó lengdur aftur eftir að Rússar fölsuðu ásakanir um fíkniefnasmygl gegn honum, á þeim grunni að rannsaka þyrfti þessa meintu glæpi hans. Brasilía þykir góður staður til að skapa góðan bakgrunn fyrir njósnara þar sem hægt er að ferðast víða um heim á brasilísku vegabréfi. Þá þykir ekki undarlegt að fólk frá Brasilíu geti verið ljóst á hörund og með hreim. Þar að auki leyfa lög í Brasilíu útgáfu fæðingarvottorða án þess að börn fæðist á sjúkrahúsi ef einhver lýsir því yfir í návist vitna að barn hafi fæðst. Erfitt er að samhæfa stjórnsýsluna í Brasilíu vegna stærðar landsins og er kerfið viðkvæmt gagnvart spillingu. Með fæðingarvottorð í hönd er hægt að sækja um önnur opinber skjöl og svo í kjölfarið ferðast hvert um heim sem er, sem Brasilíumaður. Flúði land nokkrum dögum fyrir handtöku Eftir að hulunni var svipt af Cherkasov köfuðu brasilískir rannsakendur í opinber gögn þar í landi í leit að brasilísku fólki með raunveruleg fæðingarvottorð sem stungu allt í einu upp kollinum sem tiltölulega fullorðnir einstaklingar. Í grein NYT segir að eitt af þeim fyrstu nöfnum sem rannsakendur rákust á hafi verið Gerhard Daniel Campos. Hann átti að hafa fæðst árið 1986 í Rio en var hvergi annars staðar sýnilegur í opinberum gögnum fyrr en árið 2015. Raunverulegt nafn hans var Artem Shmyrev en þegar byrjað var að rannsaka hann var hann búinn að festa miklar rætur í Brasilíu. Hann átti kærustu þar og talaði fullkomlega portúgölsku, þótt hann væri með smá hreim sem hann sagðist hafa vegna þess að hann hefði varið miklum tíma í Austurríki í æsku. Hann hafði einni stofnað fyrirtæki í Brasilíu og byggt það upp frá grunni. Rannsakendur komu þó höndum yfir samskipti hans við rússneska eiginkonu hans, sem var einnig njósnari og starfaði þá í Grikklandi, um hvað honum leiddist vinnan. Í desember 2022 voru brasilísku rannsakendurnir orðnir sannfærðir um að Campos væri raunverulega rússneskur njósnari en nokkrum dögum áður en þeim tókst að sanna það, flúði hann úr landi. Vitað er til þess að eftir að hann flúði land hringdi Shmyrev í brasilíska kærustu sína og sagði henni að hún myndi heyra ýmislegt slæmt um hann. Hún þyrfti þó að vita að hann hefði aldrei gert neitt raunverulega slæmt, eins og að myrða einhvern. Rússland Brasilía Noregur Holland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. 21. maí 2025 21:32 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Þessir njósnarar voru þar með orðnir brasilískir með opinber gögn og langar baksögur í landinu því til stuðnings. Slíka bakgrunn er erfitt að falsa á okkar tímum og notuðu njósnararnir þetta til að stunda njósnir víða um heim. Meðal annars fóru þeir til Bandaríkjanna, Mið-Austurlanda og Evrópu. Einn slíkur stundaði til að mynda njósnir í Noregi. Yfirvöld í Brasilíu, gagnnjósnarar og lögregluþjónar, hafa varið undanförnum þremur árum í að brjóta þetta kerfi Rússa niður. Búið er að svipta hulunni af að minnsta kosti níu rússneskum njósnurum sem þóst hafa verið frá Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times, sem byggir meðal annars á fjölda viðtala víða um heim. Að minnsta kosti tveir hafa verið handteknir en aðrir hafa flúið til Rússlands. Þar sem búið er að svipta af þeim hulunni er þó mjög ólíklegt að þeir muni nokkurn tímann vinna á erlendri grundu aftur. Rannsókn Brasilíumanna hefur tengt anga sinn til að minnsta kosti átta landa víða um heim og hafa þeir notið aðstoðar leyniþjónusta á Vesturlöndum. Áhersla á Rússa eftir innrás Eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 var víða um heim sett aukin áhersla á það að finna rússneska njósnara sem fara huldu höfði. Gagnnjósnateymi hjá Alríkislögreglu Brasilíu varði miklum tíma í að grandskoða opinber gögn eins og fæðingarvottorð milljóna Brasilíumanna í leit að mynstrum. Samkvæmt NYT var það svo í apríl 2022 sem skilaboð bárust frá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) um að rússneskur njósnari hefði stungið upp kollinum í Hollandi þar sem hann átti að fara í starfsnám hjá Alþjóðasakamáladómstólnum. Það var um svipað leyti og dómstóllinn hóf rannsókn á stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Njósnari þessi ferðaðist um á brasilísku vegabréfi undir nafinu Victor Muller Ferreira. Hann hafði stundað nám undir því nafni í Bandaríkjunum en hét í rauninni Sergey Cherkasov. Honum hafði verið neitað um inngöngu í Holland af landamæravörðum þar og var í flugvél aftur á leið til Brasilíu. Lögreglan í Brasilíu hafði ekki næg sönnunargögn til að handtaka hann og var hann því settur undir umfangsmikið eftirlit þar til handtökuheimild fékkst en það tók ekki langan tíma. Hann var upprunalega handtekinn fyrir að nota fölsuð skjöl en við yfirheyrslur staðhæfði Cherkasov að hann væri brasilískur. Við nánari skoðun reyndist vegabréfið hans raunverulegt, hann var skráður á kjörskrá og hafði lokið herskyldu í Brasilíu, eins og lög segja til um. Það var ekki fyrr en fæðingarvottorð hans var skoðað að upp um hann komst. Sonur barnslausrar konu Samkvæmt því hafði Victor Muller Ferreira fæðst árið 1989 og var sonur konu sem dó fjórum árum síðar. Þegar rætt var við fjölskyldumeðlimi hennar kom þó í ljós að hún hafði aldrei eignast barn. Þá fannst enginn sem bar skráð nafn föður hans. Þá stóðu brasilískir rannsakendur frammi fyrir spurningum um það hvernig rússneskur njósnari gat orðið sér út um raunveruleg opinber skjöl undir fölsku nafni og ef hann gat það, gátu það fleiri. Yfirvöld í Moskvu lögðu síðar árið 2022 fram framsalskröfu á hendur Cherkasov. Var því haldið fram að hann væri ekki njósnari á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, heldur væri hann eftirlýstur glæpamaður. Rússar sendu fjölmörg dómskjöl máli sínu til stuðnings til Brasilíu en þar kom fram að Cherkasov væri meðlimur í glæpagengi sem smyglaði heróíni frá Afganistan til Rússlands og seldi þar í landi á milli 2011 og 2013. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að falsa opinber gögn en dómur hans var styttur í fimm ár. Dómurinn var þó lengdur aftur eftir að Rússar fölsuðu ásakanir um fíkniefnasmygl gegn honum, á þeim grunni að rannsaka þyrfti þessa meintu glæpi hans. Brasilía þykir góður staður til að skapa góðan bakgrunn fyrir njósnara þar sem hægt er að ferðast víða um heim á brasilísku vegabréfi. Þá þykir ekki undarlegt að fólk frá Brasilíu geti verið ljóst á hörund og með hreim. Þar að auki leyfa lög í Brasilíu útgáfu fæðingarvottorða án þess að börn fæðist á sjúkrahúsi ef einhver lýsir því yfir í návist vitna að barn hafi fæðst. Erfitt er að samhæfa stjórnsýsluna í Brasilíu vegna stærðar landsins og er kerfið viðkvæmt gagnvart spillingu. Með fæðingarvottorð í hönd er hægt að sækja um önnur opinber skjöl og svo í kjölfarið ferðast hvert um heim sem er, sem Brasilíumaður. Flúði land nokkrum dögum fyrir handtöku Eftir að hulunni var svipt af Cherkasov köfuðu brasilískir rannsakendur í opinber gögn þar í landi í leit að brasilísku fólki með raunveruleg fæðingarvottorð sem stungu allt í einu upp kollinum sem tiltölulega fullorðnir einstaklingar. Í grein NYT segir að eitt af þeim fyrstu nöfnum sem rannsakendur rákust á hafi verið Gerhard Daniel Campos. Hann átti að hafa fæðst árið 1986 í Rio en var hvergi annars staðar sýnilegur í opinberum gögnum fyrr en árið 2015. Raunverulegt nafn hans var Artem Shmyrev en þegar byrjað var að rannsaka hann var hann búinn að festa miklar rætur í Brasilíu. Hann átti kærustu þar og talaði fullkomlega portúgölsku, þótt hann væri með smá hreim sem hann sagðist hafa vegna þess að hann hefði varið miklum tíma í Austurríki í æsku. Hann hafði einni stofnað fyrirtæki í Brasilíu og byggt það upp frá grunni. Rannsakendur komu þó höndum yfir samskipti hans við rússneska eiginkonu hans, sem var einnig njósnari og starfaði þá í Grikklandi, um hvað honum leiddist vinnan. Í desember 2022 voru brasilísku rannsakendurnir orðnir sannfærðir um að Campos væri raunverulega rússneskur njósnari en nokkrum dögum áður en þeim tókst að sanna það, flúði hann úr landi. Vitað er til þess að eftir að hann flúði land hringdi Shmyrev í brasilíska kærustu sína og sagði henni að hún myndi heyra ýmislegt slæmt um hann. Hún þyrfti þó að vita að hann hefði aldrei gert neitt raunverulega slæmt, eins og að myrða einhvern.
Rússland Brasilía Noregur Holland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. 21. maí 2025 21:32 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06 Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. 21. maí 2025 21:32
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08
Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02