Greta Thunberg siglir til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:20 Greta Thunberg á blaðamannafundi fyrr í dag. AP Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni. Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira