„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 13:05 Brynvarðir bílar óeirðalögreglu loka götu í Ballymena á Norður-Írlandi þar sem ofbeldisfull mótmæli hafa geisað síðustu tvær nætur. AP/Niall Carson/PA Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“. Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“.
Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent