Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 16:01 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri Evrópusambandsins, þegar hann kynnti áform framkvæmdastjórnarinnar um níutíu prósent samdrátt gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði til nýtt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90 prósent fyrir árið 2040 í dag. Umdeilt ákvæði um að ríki geti greitt fyrir kolefnisjöfnun í þróunarríkjum til þess að ná markmiðum sínum er í fyrsta skipti að finna í áætluninni. Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim. Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Hart hefur verið tekist á hvort að ríki ættu að fá að nota alþjóðlegar kolefnisjöfnunareiningar í stað þess að draga úr eigin losun til þess að standast samevrópskar skuldbindingar í loftslagsmálum. Þjóðverjar eru á meðal þeirra þjóða Evrópusambandsins sem höfðu farið fram á að fá að nota kolefnisjöfnunareiningar upp í loftslagsmarkmiðin. Framkvæmdastjórnin leggur þar til nú í fyrsta skipti í viðleitni til þess að auka líkurnar á að aðildarríkin fallist á nýja og metnaðarfyllra losunarmarkmiðið. Vaxandi andspyrna hefur verið við loftslagsaðgerðir ESB á meðal sumra aðildarríkjanna. ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina en núgildandi markmið snýst um að ná 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030. Ísland og Noregur taka þátt í því sameiginlega markmiði. Umhverfisverndarsamtök eru foxill yfir því að leyfa eigi notkun alþjóðlegra kolefnisjöfnunareininga, að sögn breska blaðsins The Guardian. Vísindamenn hafa sömuleiðis gagnrýnt að erfitt sé að sannreyna árangur af þeirri kolefnisjöfnun og hætta sé á að ríki taki heiður af samdrætti í losun sem hefði átt sér stað án atbeina þeirra. Vísindaráðgjafarráð Evrópusambandsins sjálfs mælti gegn því að notkun kolefnisjöfnunareininga yrði leyfð. Það mælti einnig með að sambandið setti stefnuna á enn meiri samdrátt í losun, allt að 95 prósent fyrir árið 2040 borið saman við losun ársins 1990. Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri ESB, sagðist sannfærður um að hægt verði að nota kolefnisjöfnunareininga á skynsamlegan hátt þar sem hægt sé að staðfesta árangur af þeim.
Loftslagsmál Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira