Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:10 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, gefur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, danskt knus og kram við komuna til Árósa í gær. AP/Mikkel Berg Pedersen/Ritzau Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins. Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira