Fótbolti

Dönsk þrenna á Akur­eyri, dramatík í Víkinni og ó­heppni á Hlíðar­enda

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Svipmyndir af söguhetjum og -skúrkum íslensku liðanna í Sambandsdeildinni.
Svipmyndir af söguhetjum og -skúrkum íslensku liðanna í Sambandsdeildinni. vísir / getty / fotojet

Víkingur, Valur og KA kepptu öll í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi. Víkingur var eina liðið sem vann og komst áfram, KA var grátlega nálægt því og Valur var í fínum séns en fékk á sig óheppilegt mark. Mörkin úr öllum þremur leikjunum má finna hér fyrir neðan. 

Víkingur - Vllaznia 4-2 (5-4) | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur tapaði fyrri leiknum úti í Albaníu 2-1 en bætti upp fyrir það með hádramatískum 4-2 sigri eftir framlengingu í gærkvöldi.

Bekim Balaj skoraði bæði mörk gestanna úr víti. Daníel Hafsteinsson kom Víkingum yfir í upphafi leiks, Nikolaj Hansen gerði það svo tvisvar í seinni hálfleik.

Róbert Orri Þorkelsson reyndist svo hetja heimamanna í uppbótartíma.

Víkingur er því eina liðið sem komst áfram og danska liðið Bröndby bíður í næstu umferð.

KA - Silkeborg 2-3 (3-4) | Akur­eyringar úr leik

KA er úr leik eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Tonni Adamsen setti þrennu gegn KA í gærkvöldi og skaut þeim úr leik með sláarskoti, eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði komið KA yfir og Viðar Örn Kjartansson hafði síðan jafnað seint.

Valur - Kauno Zalgiris 1-2 (2-3) | Vals­menn úr leik

Valsmenn eru úr leik eftir 1-2 tap gegn Kauno Zalgiris á Hlíðarenda í gærkvöldi og 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Litáen.

Í gærkvöldi kom Temur Chogadze gestunum yfir en Orri Sigurður Ómarsson jafnaði rétt fyrir hálfleik.

Valsmenn fengu á sig annað mark á 51. mínútu þvert á móti gang leiksins en Amine Benchalb tók skot sem átti viðkomu í Bjarna Mark og svo í netið.

Þegar leið á seinni hálfleikinn tóku heimamenn völdin á vellinum og voru óheppnir að skora ekki annað mark til þess að jafna leikinn.

Stuðningsmenn gestanna fögnuðu sigrinum grimmt og gerðu heimamenn pirraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×