Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 18:26 Donald Trump Bandaríkjaforseti. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við. Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Í færslu á Truth Social vísar Donald Trump Bandaríkjaforseti til „afar ögrandi ummæla“ Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra Rússlands og nú varaformann öryggisráðs Rússlands. Medvedev hefur gjarnan látið gamminn geisa síðustu daga og hótað stríði við Bandaríkin, sérstaklega eftir að Bandaríkjaforsetinn stytti frest Rússa til að semja um vopnahlé við Úkraínumenn úr fimmtíu dögum niður í tólf en annars þyrftu þeir að þola tolla. „Ég hef fyrirskipað að tveimur kjarnorkukafbátum verði komið fyrir á viðeigandi svæðum, bara ef þessar heimskulegu og æsandi yfirlýsingar eru meira en bara orð,“ skrifar Trump. Í fyrradag, miðvikudag, skrifaði Medvedev á X að „hver einasti úrslitakostur er hótun eða skref í átt að stríði. Ekki milli Rússlands og Úkraínu, heldur við sitt eigið land.“ Medvedev varaði Trump við að „fara ekki sömu leið og syfjaði Jói“ en það er uppnefni Trumps fyrir forvera sinn Joe Biden. Þá áréttaði hann einnig að Rússar væru ekki Ísraelar eða Íranar. Þetta virðist hafa farið illa í Bandaríkjaforseta sem hefur nú, sem fyrr segir, ræst út kjarnorkukafbáta. „Orð eru mjög mikilvæg og geta oft leitt til ófyrirséðra afleiðinga. Ég vona að þetta verði ekki eitt af þeim tilvikum,“ bætir Bandaríkjaforsetinn við.
Donald Trump Kjarnorka Úkraína X (Twitter) Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27 Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1. ágúst 2025 14:27
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. 28. júlí 2025 13:10