Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 17:32 Harðar deilur hafa staðið yfir um styttuna frá árinu 2006. Stytta af brjóstgóðri hafmeyju sem stendur við Drageyri rétt sunnan við Kaupmannahöfn verður tekin niður eftir fjölmargar kvartanir þess efnis að hún sé of kynferðisleg. Styttan er tæplega fjögurra metra há og leit dagsins ljós árið 2006, og var þá staðsett nokkuð hundrað metrum frá sjálfri litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. Árið 2018 var hún svo færð suður til Drageyrar vegna fjölmargra kvartana um að hún væri of kynferðisleg og særði blygðunarkennd vegfarenda, en barmur styttunnar hefur verið viðfang harðra deilna frá upphafi. Styttan falli ekki inn í umhverfið Menningarmálaráðuneyti Danmerkur hefur ákveðið að fjarlægja styttuna, en sagt er að styttan passi illa saman við menningarlega arfleið Drageyrarvirkis, sem byggt var árið 1910. Mathias Kryger, listagagnrýnandi dagblaðsins Politiken, hefur lýst styttunni sem klámfenginni. Styttan er rétt tæplega fjögurra metra há. Sorine Gotfredsen, blaðamaður dagblaðsins Berlingske, segir að styttan sé blautur draumur karlmanna um það hvernig konur eigi að líta út. Styttan stuðli ekki að aukinni líkamsvirðingu meðal kvenna. Peter Bech, danskur veitingamaður, er sá sem hannaði og fjármagnaði styttuna. Hann skilur ekkert í gagnrýninni sem styttan hefur þurft að þola. „Hafmeyjan er í fullkomlega eðlilegum hlutföllum miðað við stærð hennar. Auðvitað eru brjóstin stór á stórri konu,“ segir Peter Bech. Hann sagði að styttan laðaði að sér ferðamenn og sagði að umræðan um styttuna væri komin út í tóma vitleysu, en hann hefur óskað eftir því að ákvörðun um að taka hana niður verði endurskoðuð. Styttan stendur eins og er við Drageyrarvirki rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hafmeyjan sem tákn Danmerkur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er eitt frægasta mannvirki Danmerkur, en hún er eins og frægt er byggð á ævintýri H.C. Andersen um litlu hafmeyjuna. Hinn hálfíslenski myndhöggvari Edvar Eriksen gerði styttuna úr bronsi árið 1913 og hefur hún verið vinsæll áfangastaður ferðamanna allar götur síðan. Frumkvæðið að verkinu hafði Daninn Carl Jacobsen, sem hafði orðið hugfanginn af ballett um ævintýrið sem sýndur var í konunglega danska leikhúsinu. Ævintýrið um litlu hafmeyjuna var fyrst gefið út árið 1837. Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Jyllands Posten TV2Kosmopol Telegraph Danmörk Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira
Styttan er tæplega fjögurra metra há og leit dagsins ljós árið 2006, og var þá staðsett nokkuð hundrað metrum frá sjálfri litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. Árið 2018 var hún svo færð suður til Drageyrar vegna fjölmargra kvartana um að hún væri of kynferðisleg og særði blygðunarkennd vegfarenda, en barmur styttunnar hefur verið viðfang harðra deilna frá upphafi. Styttan falli ekki inn í umhverfið Menningarmálaráðuneyti Danmerkur hefur ákveðið að fjarlægja styttuna, en sagt er að styttan passi illa saman við menningarlega arfleið Drageyrarvirkis, sem byggt var árið 1910. Mathias Kryger, listagagnrýnandi dagblaðsins Politiken, hefur lýst styttunni sem klámfenginni. Styttan er rétt tæplega fjögurra metra há. Sorine Gotfredsen, blaðamaður dagblaðsins Berlingske, segir að styttan sé blautur draumur karlmanna um það hvernig konur eigi að líta út. Styttan stuðli ekki að aukinni líkamsvirðingu meðal kvenna. Peter Bech, danskur veitingamaður, er sá sem hannaði og fjármagnaði styttuna. Hann skilur ekkert í gagnrýninni sem styttan hefur þurft að þola. „Hafmeyjan er í fullkomlega eðlilegum hlutföllum miðað við stærð hennar. Auðvitað eru brjóstin stór á stórri konu,“ segir Peter Bech. Hann sagði að styttan laðaði að sér ferðamenn og sagði að umræðan um styttuna væri komin út í tóma vitleysu, en hann hefur óskað eftir því að ákvörðun um að taka hana niður verði endurskoðuð. Styttan stendur eins og er við Drageyrarvirki rétt sunnan við Kaupmannahöfn. Hafmeyjan sem tákn Danmerkur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn er eitt frægasta mannvirki Danmerkur, en hún er eins og frægt er byggð á ævintýri H.C. Andersen um litlu hafmeyjuna. Hinn hálfíslenski myndhöggvari Edvar Eriksen gerði styttuna úr bronsi árið 1913 og hefur hún verið vinsæll áfangastaður ferðamanna allar götur síðan. Frumkvæðið að verkinu hafði Daninn Carl Jacobsen, sem hafði orðið hugfanginn af ballett um ævintýrið sem sýndur var í konunglega danska leikhúsinu. Ævintýrið um litlu hafmeyjuna var fyrst gefið út árið 1837. Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Jyllands Posten TV2Kosmopol Telegraph
Danmörk Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira