Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2025 11:55 Fljótandi sólarorkuver í Quingdao í austanverðu Kína. Gífurlegur vöxtur er nú í framleiðslu sólarorku þar eystra. Vísir/EPA Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi. Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi.
Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira