Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2025 14:20 Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins og öðrum sem sagðir eru þekkja til þessara mála. Miðillinn segir að enn væri hægt að snúa þessari ákvörðun en verði staðið við hana yrði um mikinn viðsnúning að ræða í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína hafa átt í nokkuð umfangsmiklum viðskiptaerjum og hefur þeim verið lýst sem viðskiptastríði. Trump hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Vilja vera klárir fyrir innrás 2027 Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir þó að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Vill pening fyrir vopnin Bandaríska þingið hefur heimilað forsetanum að senda hergögn fyrir um milljarð dala á ári hverju til Taívan. Áður en Joe Biden lét af embætti samþykkti hann sendingu hergagna fyrir 571 milljón dala og átti þessi sending að vera rúmlega fjögur hundruð milljóna virði. Áður hafði hann samþykkt frekari hernaðaraðstoð handa Taívan til lengri tíma. Donald Trump hefur þó lengi verið mótfallinn hernaðaraðstoð sem þessari og vill fá greiðslu fyrir hergögnin, eins og í tilfelli Úkraínu, þar sem bakhjarlar Úkraínu í Evrópu eru nú að greiða fyrir vopn frá Bandaríkjunum. WP segir Trump þeirrar skoðunar að Taívan, sem sé tiltölulega vel stætt efnahagslega eigi að greiða fyrir vopn frá Bandaríkjunum. Erindrekar ríkjanna eru sagðir hafa gert samkomulag um að Taívan myndi greiða milljarða dala fyrir hergögn frá Bandaríkjunum á komandi árum. Þar er um að ræða dróna, eldflaugar af ýmsum gerðum og skynjara. Mögulegt er að það muni taka mörg ár að koma þessum hergögnum til eyjunnar en herafli Taívan er þegar að bíða eftir umfangsmiklum og dýrum sendingum af herþotum og Harpoon-stýriflaugum, sem eru hannaðar til að sökkva skipum. Bandaríkin Donald Trump Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. 16. september 2025 15:06 „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. 3. september 2025 22:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins og öðrum sem sagðir eru þekkja til þessara mála. Miðillinn segir að enn væri hægt að snúa þessari ákvörðun en verði staðið við hana yrði um mikinn viðsnúning að ræða í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína hafa átt í nokkuð umfangsmiklum viðskiptaerjum og hefur þeim verið lýst sem viðskiptastríði. Trump hefur að mestu leyti notast við tolla og bannað bandarískum fyrirtækjum að selja tilteknar vörur í Kína. Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt einhverju skæðast vopni þeirra, sem er að takmarka sölu á sjaldgæfum málmum og afurðum úr þeim til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Fyrr á þessu ári vöruðu forsvarsmenn stórra fyrirtækja víða um heim við umfangsmiklum og slæmum áhrifum á hagkerfi heimsins vegna þessara takmarkana en Kínverjar eru svo gott sem allsráðandi á sviði sjaldgæfra málma. Sjá einnig: Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Kínverjar hafa einnig hætt að kaupa landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum, sem hefur komið verulega niður á bandarískum bændum. Vilja vera klárir fyrir innrás 2027 Ráðamenn í Kína gera tilkall til Taívan og hafa heitið því að sameina eyríkið við meginlandið og að gera það með valdi ef svo þarf. Xi hefur sjálfur sagt þetta og segja embættismenn í Bandaríkjunum að hann hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Undanfarin ár hefur herafli Kína gengist umfangsmikla nútímavæðingu og endurbætur og hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Valdajafnvægi herafla ríkjanna hefur breyst töluvert í gegnum árin. Geri Kínverjar innrás í Tavían þyrftu þeir þó að flytja mikinn herafla yfir Taívan-sund og yrði það líklega að miklu leyti gert á skipum. Sú sigling yrði 130 kílómetra löng og Taívanar hafa haft sjötíu ár til að undirbúa varnir sínar og víggirða þá fáu staði þar sem hægt væri að lenda umfangsmiklum herafla. Vill pening fyrir vopnin Bandaríska þingið hefur heimilað forsetanum að senda hergögn fyrir um milljarð dala á ári hverju til Taívan. Áður en Joe Biden lét af embætti samþykkti hann sendingu hergagna fyrir 571 milljón dala og átti þessi sending að vera rúmlega fjögur hundruð milljóna virði. Áður hafði hann samþykkt frekari hernaðaraðstoð handa Taívan til lengri tíma. Donald Trump hefur þó lengi verið mótfallinn hernaðaraðstoð sem þessari og vill fá greiðslu fyrir hergögnin, eins og í tilfelli Úkraínu, þar sem bakhjarlar Úkraínu í Evrópu eru nú að greiða fyrir vopn frá Bandaríkjunum. WP segir Trump þeirrar skoðunar að Taívan, sem sé tiltölulega vel stætt efnahagslega eigi að greiða fyrir vopn frá Bandaríkjunum. Erindrekar ríkjanna eru sagðir hafa gert samkomulag um að Taívan myndi greiða milljarða dala fyrir hergögn frá Bandaríkjunum á komandi árum. Þar er um að ræða dróna, eldflaugar af ýmsum gerðum og skynjara. Mögulegt er að það muni taka mörg ár að koma þessum hergögnum til eyjunnar en herafli Taívan er þegar að bíða eftir umfangsmiklum og dýrum sendingum af herþotum og Harpoon-stýriflaugum, sem eru hannaðar til að sökkva skipum.
Bandaríkin Donald Trump Taívan Kína Hernaður Tengdar fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. 16. september 2025 15:06 „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. 3. september 2025 22:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Talsmenn strandgæslu Kína hefur sakað áhöfn skips frá Filippseyjum að sigla vísvitandi á skip strandgæslunnar við umdeilt rif í Suður-Kínahafi. Ráðamenn í Filippseyjum segja ásakanirnar rangar. Kínverskir sjóliðar hafi notað öflugar vatnsbyssur til að skemma filippseyskt skip og slasa áhafnarmeðlim þar um borð. 16. september 2025 15:06
„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. 3. september 2025 22:43
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent