Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 13:19 Carney, Starmer og Albanese. samsett Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. „Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
„Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira