Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:54 Kimmel sagði aðför stjórnvalda gegn uppistöndurum and-bandaríska. Getty/Variety/John Nacion Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira