„Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 08:01 Arna Eiríksdóttir kveður fólkið í Kaplakrika eftir þrjú ár sem leikmaður FH. vísir / guðmundur Arna Eiríksdóttir yfirgaf herbúðir FH og skrifaði undir hjá Vålerenga fyrir tveimur vikum síðan. Hún hefur farið geyst af stað með nýju liði en kemur til með að sakna fólksins í Kaplakrika. Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“ Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“
Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41
Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16