Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2025 06:50 Trump og Netanyahu voru vígreifir í Hvíta húsinu í gær. Boltinn er nú hjá Hamas og alþjóðasamfélagið bíður svara. Getty/Win McNamee Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira