Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar 8. október 2025 16:00 Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun