Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2025 15:48 Þróttur - Víkingur Besta Deild Kvenna Sumar 2025 vísir/Diego Þróttur lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 23. og síðustu umferð Bestu-deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardalnum í dag. Þetta var síðasti leikur Þróttar með Ólaf Helga Kristjánsson við stjórnvölinn en hann kvaddi liðið með sigri og stigameti. Fyrir þennan leik sat Þróttur í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig en liðið átti sáralitla möguleika á því að komast upp fyrir FH sem er í öðru sæti þar sem Hafnarfjarðarliðið var með 18 mörkum betri markatölu. Valur var hins vegar í fimmta sæti með 29 stig. Þróttarar gerðu sig ekki líklega til þess að vinna upp markatöluna í fyrri hálfleik sem var fremur bragðdaufur og tíðindalítill en markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Kayla Marie Rollins komst svo nálægt því að brjóta ísinn þegar hún skallaði boltann í þverslána eftir hornspyrnu Sæunnar Björnsdóttur í upphafi seinni hálfleiks. Sierra Marie Lelii náði svo forystunni fyrir Þrótt skömmu síðar en Sierra kom inná sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn. Sierra kom sér í gott færi og kláraði færið með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þróttur endar með 48 stig í þriðja sæti deildarinnar en það er stigamet í efstu deild hjá kvennaliði félagsins í fótbolta. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson, Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage, Kári Mímisson og Hreinn Magnússon, stóðu vaktina bara með glæsibrag og skiluðu þessu verkafni af sér með glæsibrag. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Létt yfir fólki í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Flott mæting og góð stemming. Þróttarar buðu upp á dýrindis brauðstangir sem runnu ljúflega niður með leiknum. Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar hjá Þrótturum eins og þeim er von og vísa. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur
Þróttur lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 23. og síðustu umferð Bestu-deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardalnum í dag. Þetta var síðasti leikur Þróttar með Ólaf Helga Kristjánsson við stjórnvölinn en hann kvaddi liðið með sigri og stigameti. Fyrir þennan leik sat Þróttur í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig en liðið átti sáralitla möguleika á því að komast upp fyrir FH sem er í öðru sæti þar sem Hafnarfjarðarliðið var með 18 mörkum betri markatölu. Valur var hins vegar í fimmta sæti með 29 stig. Þróttarar gerðu sig ekki líklega til þess að vinna upp markatöluna í fyrri hálfleik sem var fremur bragðdaufur og tíðindalítill en markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Kayla Marie Rollins komst svo nálægt því að brjóta ísinn þegar hún skallaði boltann í þverslána eftir hornspyrnu Sæunnar Björnsdóttur í upphafi seinni hálfleiks. Sierra Marie Lelii náði svo forystunni fyrir Þrótt skömmu síðar en Sierra kom inná sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn. Sierra kom sér í gott færi og kláraði færið með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Þróttur endar með 48 stig í þriðja sæti deildarinnar en það er stigamet í efstu deild hjá kvennaliði félagsins í fótbolta. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson, Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage, Kári Mímisson og Hreinn Magnússon, stóðu vaktina bara með glæsibrag og skiluðu þessu verkafni af sér með glæsibrag. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Létt yfir fólki í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Flott mæting og góð stemming. Þróttarar buðu upp á dýrindis brauðstangir sem runnu ljúflega niður með leiknum. Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar hjá Þrótturum eins og þeim er von og vísa.