Liverpool loks á sigurbraut á ný Siggeir Ævarsson skrifar 1. nóvember 2025 19:40 Mohamed Salah kom Liverpool á bragðið í kvöld með 250. marki sínu fyrir félagið í öllum keppnum Vísir/Getty Eftir fjögur töp í ensku úrvalsdeildinni í röð er sennilega þungu fargi af leikmönnum Liverpool létt en liðið lagði Aston Villa í kvöld 2-0. Fjögur töp í röð er ekki eitthvað sem leikmenn Liverpool eru vanir en liðið tapaði alls fjórum leikjum í allri deildinni í fyrra og síðast þegar liðið tapaði fimm leikjum í röð féll það. Það var þó ekkert útlit fyrir að fimmta tapið í röð kæmi í kvöld þar sem Liverpool var mun sterkara liðið á vellinum að þessu sinni. Aston Villa kom á fljúgandi siglingu inn í leikinn með fjóra sigra í röð í deildinni en sigldi á sker að þessu sinni. Hugo Ekitiké kom Liverpool yfir á 44. mínútu en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Tveimur mínútum síðar kom Mo Salah til bjargar og braut ísinn fyrir Liverpool með sínu 250. marki fyrir félagið í öllum keppnum. Markið skrifast þó algjörlega á Emiliano Martínez, markvörð Villa, sem sendi boltann beint í fætur Salah í teignum sem þakkaði fyrir stoðsendinguna og afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Ryan Gravenberch skoraði svo seinna mark Liverpool á 58. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki og heimamenn gerðu sig í raun aldrei líklega til að minnka muninn. Enski boltinn
Eftir fjögur töp í ensku úrvalsdeildinni í röð er sennilega þungu fargi af leikmönnum Liverpool létt en liðið lagði Aston Villa í kvöld 2-0. Fjögur töp í röð er ekki eitthvað sem leikmenn Liverpool eru vanir en liðið tapaði alls fjórum leikjum í allri deildinni í fyrra og síðast þegar liðið tapaði fimm leikjum í röð féll það. Það var þó ekkert útlit fyrir að fimmta tapið í röð kæmi í kvöld þar sem Liverpool var mun sterkara liðið á vellinum að þessu sinni. Aston Villa kom á fljúgandi siglingu inn í leikinn með fjóra sigra í röð í deildinni en sigldi á sker að þessu sinni. Hugo Ekitiké kom Liverpool yfir á 44. mínútu en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Tveimur mínútum síðar kom Mo Salah til bjargar og braut ísinn fyrir Liverpool með sínu 250. marki fyrir félagið í öllum keppnum. Markið skrifast þó algjörlega á Emiliano Martínez, markvörð Villa, sem sendi boltann beint í fætur Salah í teignum sem þakkaði fyrir stoðsendinguna og afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Ryan Gravenberch skoraði svo seinna mark Liverpool á 58. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki og heimamenn gerðu sig í raun aldrei líklega til að minnka muninn.