Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 13:07 Mennirnir tveir voru búnir að gefast upp og sýna að þeir voru ekki vopnaðir eða með sprengjur þegar þeir voru skotnir. AP/Palestine TV Dómsmálaráðuneyti Ísrael rannsakar nú ísraelska landamæraverði sem skutu tvo grunaða vígamenn til bana á Vesturbakkanum í gær. Það var gert eftir að mennirnir gáfust upp fyrir landamæravörðum. Myndband af aftökunni í Jenin fór í dreifingu í gær. Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Mennirnir tveir, sem sagðir eru hafa verið meðlimir Íslamska jíhads, voru eftirlýstir í Ísrael og gerðu landamæraverðir og hermenn áhlaup í Jenín sem ætlað var að koma höndum yfir þá. Myndaband sem hefur verið í dreifingu sýnir mennina ganga út úr byggingu með hendur á lofti. Einn hermaður virðist sparka í annan mannanna og skríða þeir síðan aftur inn í húsið sem þeir komu út úr og þar skaut ísraelskur landamæravörður báða mennina til bana. Hér að neðan má sjá frétt um málið frá Al Jazeera en myndefnið getur vakið óhug. Embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa fordæmt aftöku mannanna. Times of Israel hefur eftir forsvarsmönnum hersins og lögreglunnar að málið sé til rannsóknar. Landamæraverðirnir sem voru þarna eru sagðir hafa haldið því fram að mennirnir tveir hafi neitað að fylgja skipunum þeirra. Haft er eftir hermönnunum í ísraelskum miðlum að óljóst hafi verið hvort mennirnir hafi verið vopnaðir eða í sprengjuvestum, þó myndbönd gefi til kynna að þeir hafi sýnt að svo væri ekki. Mennirnir eru sagðir hafa neitað að framfylgja skipunum og segja hermennirnir að þeir hafi farið sjálfir aftur inn í húsið en myndbandið gefur til kynna að hermennirnir hafi skipað mönnunum aftur inn í húsið. Þegar mennirnir fóru aftur inn í húsið hafi þeir verið skotnir. Rannsaka einnig spark í eldri mann Ísraelski herinn hefur einnig atvik til rannsóknar þar sem hermaður sparkaði eldri palestínskan mann í jörðina á Vesturbakkanum fyrr í vikunni. Myndband af þeirri árás sýndi manninn ganga fyrir framan ísraelska hermenn þegar einn hermannanna hljóp á eftir gamla manninum og sparkaði harkalega í hann. Við það Þá féll maðurinn í jörðina. Í svari við fyrirspurn Times of Israel segja talsmenn hersins að hegðun umrædds hermanns sé ekki í takti við viðmið og starfsreglur og að málið verði rannsakað. Herinn hafði lýst yfir útgöngubanni í bænum Tubas, vegna yfirstandandi aðgerða hersins þar, og segja talsmennirnir að maðurinn hefði því ekki átt að vera úti á götu. Þá hafi hann ekki svarað skipunum hermanna um að stoppa, því hafi hann verið handtekinn. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslu. جنود الاحتلال يعتدون على رجل مُسن، وينكلون به في مدينة طوباس. pic.twitter.com/zIWZYgAyai— شبكة قدس الإخبارية (@qudsn) November 26, 2025
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira