Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 14:02 Fjöldi fólks fer til Svíþjóðar í sérgreinanám en flytur svo aftur til Íslands til að vinna á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór. Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór.
Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira