Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 14:02 Fjöldi fólks fer til Svíþjóðar í sérgreinanám en flytur svo aftur til Íslands til að vinna á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór. Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fyrir nokkrum árum þrengdu bæði Svíar og Norðmenn skilyrði fyrir sérnám lækna, sem varð til þess að erfiðara er fyrir íslenska lækna að komast í nám þar úti. Yfir helmingur íslenskra lækna fer í sérnám í Svíþjóð, langflestir í greinum sem ekki er hægt að sérhæfa sig í hér á landi, svo breytingarnar hafa áhrif á töluverðan fjölda. Aukahindrun þrátt fyrir aðlögun Sérnámsgrunnurinn hér á landi er svipaður og þess sem krafist er í Svíþjóð en þrátt fyrir það eru Svíar með aukareglur sem eru aukahindrun fyrir Íslendinga, og krefst þess meðal annars að þeir starfi í Svíþjóð um einhvern tíma áður en námið hefst. Theódór Skúli Sigurðsson, kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi, hefur áhyggjur af stöðunni. „Íslendingar hafa notið góðs síðustu áratugi af þessu kerfi, að fara út og læra sitt sérnám. Nú er eins og það sé verið að herða þetta og stöðva að Íslendingar og aðrir sem eru að koma að utan séu að fara í sérnám erlendis. Þetta á sérstaklega við Noreg og Svíþjóð,“ segir Theódór. Theódór Skúli Sigurðsson er kennslustjóri sérnáms í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi.Vísir Mikið áhyggjuefni Það þurfi að bregðast við breyttum veruleika. „Stefnan hefur verið sú að verið er að búa til sérnám á Íslandi í mörgum greinum, sem er hið besta mál. En í ákveðnum greinum, sem krefjast mikillar sérhæfingar og fjölda sérhæfðra inngripa, þá er þessi möguleiki ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna hefur okkar fólk þurft að fara út í meirihluta sérnámsins,“ segir Theódór. „Þú getur byrjað í sérnámi á Íslandi en þurft að taka meirihlutann erlendis, til að geta fengið þá reynslu sem er mikilvæg í ákveðnum sérgreinum. En í dag er eins og þetta sé að þrengjast. Það er mikið áhyggjuefni ef það stefnir í það að við getum ekki komið fólki út í þessar greinar.“ Ísland kaupi pláss Hér gæti orðið skortur á læknum í þessum sérgreinum. „Ef þetta er raunverulega þannig að Svíar líta þannig á að þeir séu að kosta sérnám fyrir Íslendinga sem fara svo bara heim, eins og hefur kannski verið raunin síðustu ár, þá þurfa Íslendingar kannski að koma á móti. Það er spurning hvort íslenska ríkið þurfi í samstarfi við Svía að kaupa ákveðinn fjölda sérnámsstaða svo Íslendingar komist út að læra. Íslenska ríkið greiði þá hluta þess kostnaðar sem felst í því að sérmennta fólk í ákveðnum greinum,“ segir Theódór.
Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Svíþjóð Noregur Landspítalinn Háskólar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira