Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Em­bætti vara­for­manns Mið­flokksins lagt niður

Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður. 

Innlent
Fréttamynd

Hvað svo?

Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo?

Skoðun
Fréttamynd

Svörum kallinu

Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Laddi og leiðin áfram

Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­mál úr skápnum

Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki að leita að sökudólgum“

Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið.

Innlent
Fréttamynd

Far­sóttar­þreyta og betri tíð

Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi.

Skoðun
Fréttamynd

Dómsmál ráðherra en ekki Lilju

Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara ósammála Ásmundi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum

Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

Innlent
Fréttamynd

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. 

Innlent
Fréttamynd

Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög

Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan  formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Vísindasamfélagið

Brynjar Níelsson segir að svo virðist sem ýmsir telji peninga vaxa í sérhannaðri skúffu hjá Bjarna Ben og að maturinn verði til í Bónus.

Skoðun
Fréttamynd

Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi.

Innlent