Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rúnar Már fann neistann

At­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Rúnar Már S. Sigur­jóns­son. Ætlar að láta til sín taka í Bestu deildinni í sumar. Hann fann að neistinn var til staðar til að snúa aftur heim í ís­lenska boltann. Hann er ekki mættur hingað til lands í frí og hefur skrifað undir samning við ÍA. Tíðindi sem var lengi beðið eftir en það var góð og gild á­stæða fyrir því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skúrkurinn endaði sem hetjan

Það er ó­hætt að segja að Hannah Sharts, banda­rískur mið­vörður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, hafi átt við­burða­ríkan leik gegn Kefla­vík á dögunum. Eftir að hafa gerst sek um ó­venju­leg mis­tök í fyrri hálf­leik steig hún upp og bætti upp fyrir þau með hreint út sagt mögnuðum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Drakk átta bjóra fyrir beina út­sendingu

Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Rangnick hafnar Bayern München

Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis.

Fótbolti
Fréttamynd

FH fékk tvær sektir frá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn