Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - KR 4-1 | Víkingur fjórða skiptið í röð í bikarúrslit

Víkingur vann 4-1 sigur gegn KR og tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins í fjórða skiptið í röð. Heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en KR minnkaði muninn í síðari hálfleik og gestirnir fengu færi til að jafna. Það var síðan varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem bætti við tveimur mörkum og kláraði leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

City vann Ofur­bikarinn eftir víta­spyrnu­keppni

Manchester City vann sigur á Sevilla í Ofurbikar UEFA í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara en þetta er í fyrsta sinn sem City vinnur sigur í þessum árlega leik Evrópumeistara síðasta árs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Allt jafnt í markaleik á Nesinu

Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Besta skotið mitt á ævinni“

Manchester United konan Ella Toone skoraði fyrsta mark enska landsliðsins í 3-1 sigri á Ástralíu í undanúrslitaleik HM kvenna í fótbolta í dag. Markið var glæsilegt og hún var líka ánægð með það í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensku stelpurnar komnar í úrslitaleikinn á HM

Enska kvennalandsliðið í fótbolta varð í fyrra fyrsta enska landsliðið í 56 ár til að vinna stóran titil og í dag urðu þær fyrsta enska landsliðið í 57 ár til að tryggja sér sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts.

Fótbolti