Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kane sló met Haaland sem sló met Rooney

Tveir af helstu markahrókum ensku og þýsku úrvalsdeildanna undanfarin ár, Erling Haaland og Harry Kane, voru báðir á skotskónum í gær. Harry Kane sló met sem Haaland átti áður en Haaland sló met sem var áður í eigu Wayne Rooney.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexandra kom inn á og varði for­ystu Fiorentina

Tímabilið byrjar vel hjá Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélögum hennar í Fiorentina á Ítalíu. Eftir að hafa lent undir vannst útivallarsigur í dag, 1-2 gegn AC Milan. Alexandra byrjaði á bekknum en kom inn undir lokin og stýrði skipinu í höfn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur

Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid

Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórður tekur við starfi Margrétar

Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta stendur okkur nærri sem sam­fé­lag“

„Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn