Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“

Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Markalausir Madrídingar komust ekki upp á topp

Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli í viðureign sinni við Rayo Vallecano. Með sigri hefði Real endurheimt efsta sætið en úr því það mistókst situr Girona með tveggja stiga forskot í efsta sætinu þegar 12. umferðir spænsku úrvalsdeildarinnar hafa verið spilaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið tryggði sigur

Þrátt fyrir mikla yfirburði mátti Fiorentina þola 0-1 tap gegn Juventus á Artemio Franchi leikvanginum í 11. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tvítugur leikmaður uppalinn hjá Juventus skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og tryggði sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfsborg mis­tókst að tryggja sér titilinn

Elfsborg hefði getað tryggt sér titilinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag en mistókst að sigra Degerfors, sem féll niður um deild. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Elfsborg leikur því næst úrslitaleik um titilinn gegn Malmö í síðustu umferð tímabilsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnaði leikinn í uppbótartíma og til­einkaði föður sínum markið

Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal styður um­mæli Arteta og óskar eftir um­bótum í dóm­gæslu

Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður.

Enski boltinn