Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð

Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Króatar unnu brons á HM 1998 en Afríkulið hefur aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Fótbolti
Fréttamynd

Deschamps segir spurningar um endurkomu Benzema fáránlegar

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins en þar mætir franska liðið því argentínska í Doha í Katar á morgun. Deschamps var meðal annars spurður hvort einhver möguleiki væri á að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakka í þeim leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýliðarnir styrkja sig

Brynj­ar Snær Páls­son geng­inn til liðs við karlalið HK í fótbolta. Brynjar Snær sem er 21 á miðvallarleikmður kemur í Kórinn frá Skagamönnum en þessi uppaldi Borgnesingur hefur leikið með Skaganum frá árinu 2017.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að FIFA hafi heilaþvegið Wenger

Arsene Wenger hefur verið heilaþveginn af FIFA og hefur farið úr því að vera klárasti maðurinn í bransanum yfir í það að segja ótrúlega heimskulega hluti. Þetta segir landsliðsþjálfari Noregs.

Fótbolti
Fréttamynd

Vara­ne og Kona­té að glíma við veikindi

Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sinisa Mihajlovic látinn

Sinisa Mihajlovic, fyrrverandi leikmaður Roma, Lazio, Inter og fleiri liða, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 53 ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Treyjan hans Messi er uppseld

Lionel Messi hefur öðrum fremur komið argentínska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á HM með fimm mörkum og þremur stoðsendingum í sex leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi í fyrsta sinn í landsliðinu

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður Beerschot í Belgíu, er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum í fótbolta sem mætir Eistlandi og Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum á Algarve í byrjun næsta árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon vann í London | Miedema mögu­lega illa meidd

Evrópumeistarar Lyon fóru til Lundúna í kvöld og sóttu þrjú stig í greipar Arsenal. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hollenska markamaskínan Vivianne Miedema illa meidd af velli. Óvíst er hversu lengi hún verður frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans

Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Draumur Katara að rætast

Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu.

Fótbolti