Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. Fótbolti 22. október 2024 18:31
Bann Arnars staðfest og Jón Þór byrjar næsta ár í banni Átta leikmenn og tveir þjálfarar hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir hina æsispennandi lokaumferð sem fram undan er í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Íslenski boltinn 22. október 2024 15:56
Fyrrverandi framherji Man. Utd atvinnumaður í tennis Úrúgvæinn Diego Forlán, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, mun í næsta mánuði keppa á sínu fyrsta atvinnumannamóti í tennis. Sport 22. október 2024 15:16
Juventus lenti í hökkurum Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler. Fótbolti 22. október 2024 14:30
Stubbur hrundi vegna álags Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn. Íslenski boltinn 22. október 2024 13:40
Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“ Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka. Íslenski boltinn 22. október 2024 13:09
Vilja að Barcelona og Atlético mætist í Miami Spænska úrvalsdeildin, La Liga, ætlar að freista þess að spila leik Barcelona og Atlético Madrid í desember í Miami í Bandaríkjunum. Fótbolti 22. október 2024 11:31
Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 22. október 2024 11:02
Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Íslenski boltinn 22. október 2024 09:03
„Auðvitað smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann“ Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að verða fljótur að greiða upp skuld sína við búlgarska félagið CSKA 1948. FIFA dæmdi Viðar í sex mánaða keppnisbann sem hann getur losnað úr með því að greiða skuldina. Íslenski boltinn 22. október 2024 08:01
Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 22. október 2024 07:01
Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Enski boltinn 21. október 2024 22:46
Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Íslenski boltinn 21. október 2024 21:32
Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21. október 2024 20:32
Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu. Fótbolti 21. október 2024 19:37
Van Dijk byrjaður í viðræðum Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segist vera byrjaður að ræða við stjórnendur félagsins um nýjan samning. Enski boltinn 21. október 2024 17:01
Örlög HK ráðast í Laugardal Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal. Íslenski boltinn 21. október 2024 16:15
Tilkynnti um brottrekstur þjálfarans í beinni Forseti franska fótboltaliðsins Montpellier, Laurent Nicollion, sýndi þjálfara þess, Michel Der Zakarian, enga miskunn og nánast rak hann í beinni útsendingu eftir stórt tap fyrir Marseille. Fótbolti 21. október 2024 14:03
Stálu skartgripum að verðmæti 75 milljóna af Juventus parinu Þjófar létu greipar sópa á heimili Douglas Luiz og Alishu Lehmann, leikmanna Juventus, á laugardaginn. Þeir stálu skartgripum að verðmæti tæplega 75 milljóna króna. Fótbolti 21. október 2024 13:01
Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. Fótbolti 21. október 2024 12:01
Daníel, Hilmar Árni og Þórarinn Ingi kveðja Leikjahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar, Daníel Laxdal, leikur sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Íslenski boltinn 21. október 2024 11:35
Algjör perla Jóhanns gegn sveinum Gerrards Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórbrotið mark fyrir Al Orobah í sætum sigri á lærisveinum Stevens Gerrard, Al Ettifaq, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Fótbolti 21. október 2024 10:31
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. Íslenski boltinn 21. október 2024 10:03
Fékk sér tattú með nafni dóttur sinnar sem hann á svo ekki Fyrrverandi leikmaður Real Madrid lét flúra nafn nýfæddrar dóttur sinnar á sig. Hann komst seinna að því að hann var ekki pabbi hennar. Fótbolti 21. október 2024 09:32
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. Íslenski boltinn 21. október 2024 09:01
Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. Fótbolti 21. október 2024 08:31
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Íslenski boltinn 21. október 2024 08:02
Stjarna Leverkusen á spítala eftir árekstur við vörubíl Victor Boniface, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, var fluttur á spítala eftir að bíll sem hann var farþegi í lenti í árekstri við vörubíl. Fótbolti 21. október 2024 07:32
Arnar Gunnlaugsson í banni í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun ekki stýra liði sínu þegar liðið mætir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag þar sem hann tekur út leikbann. Fótbolti 21. október 2024 07:03
„Dæmið okkur eftir eftir næstu sjö leiki“ Arne Slot, þjálfari Liverpool, var sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag en segir ekki tímabært að dæma liðið strax. Liðið hefur unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn hans og er á toppi deildarinnar eftir átta umferðir. Fótbolti 20. október 2024 23:16