Kisner sigraði eftir sex manna bráðabana Lokakaflinn á Wyndham meistaramótinu var æsispennandi en að lokum var það Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner sem stóð uppi sem sigurvegari. Golf 15. ágúst 2021 23:00
Wyndham meistaramótið: Henley leiðir enn Russell Henley er í forystunni á Wyndham meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi eftir þrjá hringi. Henley hefur leitt mótið svo gott sem frá upphafi en hann hefur leikið frábært golf alla þrjá dagana hingað til. Golf 14. ágúst 2021 23:00
Russell Henley enn í forystu á Wyndham Championship Bandaríkjamaðurinn Russell Henley er í forystu eftir annan daginn á Wyndham Championship mótinu í golfi. Henley spilaði annan hringinn á sex höggum undir pari og er því samtals á 14 höggum undir pari. Golf 13. ágúst 2021 23:00
Russell Henley í forystu á Wyndham Championship Bandaríkjamaðurinn Russell Henley leiðir eftir fyrsta dag Windham Championship á PGA mótaröðinni. Henley lék hringinn í dag á 62 höggum, eða átta höggum undir pari. Golf 12. ágúst 2021 23:18
Sló kúluna fimm sinnum í vatnið á sömu holu á PGA móti Suður-kóreski atvinnukylfingurinn Kim Si Woo fær örugglega martraðir sem eru tengdar elleftu holunni á TPC Southwind golfvellinum í Memphis. Golf 10. ágúst 2021 16:01
Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga. Golf 8. ágúst 2021 17:41
Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson efst fyrir lokahring Íslandsmótsins í golfi Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr GKG, eru með forystu fyrir lokadag Íslandsmótsins í golfi. Hulda er með 14 högga forystu á næsta kylfing og það þarf því ótrúlega sveiflu til að hún verði ekki Íslandsmeistari. Golf 7. ágúst 2021 19:46
Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Golf 6. ágúst 2021 19:21
Hulda Clara komin með átta högga forystu eftir frábæran dag Hulda Clara Gestsdóttir, nítján ára kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er að gera mjög flotta hluti á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Golf 6. ágúst 2021 16:18
Hlynur Bergsson og Hulda Clara Gestsdóttir í forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi Hlynur Bergsson úr GKG er í forystu karlameginn eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi eftir frábæran hring þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, leiðir í kvennaflokki. Golf 5. ágúst 2021 22:02
Hlynur jafnaði vallarmetið á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi Hlynur Bergsson, kylfingur úr GKG, byrjaði Íslandsmótið í golfi frábærlega en fyrsti dagur mótsins er í dag. Golf 5. ágúst 2021 16:01
Sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum vegna veirunnar Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Golf 5. ágúst 2021 14:16
Spilar golf með vinstri en er rétthent Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent. Innlent 2. ágúst 2021 21:11
Austurríkismaður leiðir eftir fyrsta hring í Japan Hinn austurríski Sepp Straka er í forystu eftir fyrsta hring í golfkeppni karla á Ólympíuleikunum í Japan. Fyrsti hringurinn fór fram í nótt á Kasumigaseki-vellinum í Saitama. Golf 29. júlí 2021 20:01
Efsti maður heimslistans greindist aftur með veiruna og missir af Ólympíuleikunum Spánverjinn Jon Rahm þarf að hætta við þáttöku á Ólympíuleikunum eftir að hann greindist með kórónaveiruna í annað sinn á tveimur mánuðum. Golf 25. júlí 2021 23:05
Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, fagnaði í gær tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba. Þetta var 24. titill karlaliðsins og kvennaliðið var að vinna titilinn í 22. sinn. Golf 25. júlí 2021 08:01
Kylfingar keppa um golfferð til Portúgal Enn er hægt að taka þátt í Meistaramótinu í Betri bolta og freista þess að vinna sæti á lokamótinu en sigurlið lokamótsins fær ferð til Portúgal. Samstarf 22. júlí 2021 14:30
„Hann er framtíðin í golfinu“ Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi í frumraun sinni á mótinu um helgina. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi og golfsérfræðingur Stöðvar 2 Sport, segir að um verðandi stórstjörnu sé að ræða. Golf 19. júlí 2021 19:16
Morikawa kom, sá og sigraði á lokahringnum Collin Morikawa reyndist öflugastur á lokahring Opna breska meistaramótsins í golfi í dag og vann mótið með tveggja högga mun. Golf 18. júlí 2021 18:24
Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á opna breska Louis Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer í Englandi um helgina. Golf 17. júlí 2021 21:32
Blótaði og braut kylfuna í bræðikasti Tyrrell Hatton á yfir höfði sér sekt eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á Opna breska mótinu í golfi í dag. Hann er úr leik á mótinu. Golf 16. júlí 2021 16:53
Hársbreidd frá vallarmeti og er með þriggja högga forskot Hinn 24 ára gamli Collin Morikawa er kominn í baráttuna um að vinna sitt annað risamót á ferlinum eftir stórkostlega spilamennsku á öðrum degi Opna breska meistaramótsins í golfi í dag. Golf 16. júlí 2021 12:10
Segir að DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkir honum við frekt barn Starfsmenn golfkylfuframleiðandans Cobra segja að Bryson DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkja honum við frekt barn eftir að hann sagði að sérhannaður dræver hans frá fyrirtækinu væri ömurlegur. Golf 16. júlí 2021 08:01
Oosthuizen leiðir og hamfaradagur Phil Mickelson á fyrsta degi Opna breska Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen leiðir á sex höggum undir pari, á meðan að Phil Mickelson fann engan veginn taktinn og rekur lestina. Golf 15. júlí 2021 19:39
Fyrrverandi meistarar í efstu sætum Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag. Golf 15. júlí 2021 15:30
Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Golf 15. júlí 2021 13:00
Draumabyrjun hjá Harman og Spieth fer vel af stað Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Golf 15. júlí 2021 10:29
Strangar reglur fyrir keppendur en fjöldi áhorfenda á The Open Eftir langa bið vegna kórónuveirufaraldursins verður The Open, eitt risamótanna og elsta golfmót heims, haldið á Englandi um helgina. Keppni hefst í fyrramálið en kylfingar þurfa að gæta þess að fylgja ströngum sóttvarnareglum ella eiga á hættu að vera dæmdir úr keppni. Golf 14. júlí 2021 17:01
Vann Opna skoska eftir bráðabana Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. Golf 11. júlí 2021 18:30
Deila forystunni fyrir lokahringinn Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Golf 10. júlí 2021 17:45