Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Orri skoraði fimm og Elverum er einum sigri frá úrslitum

Orri Freyr Þorkelsson átti góðan leik er norsku meistararnir í Elverum unnu öruggan tíu marka sigur í undanúrslitum norsku úrslitakeppninnar gegn Nærbø í handbolta í kvöld, 34-24. Elverum hefur nú unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og er því aðeins einum sigri frá úrslitaeinvíginu.

Handbolti
Fréttamynd

Al­dís Ásta: Ég vil taka á­byrgð

Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar syrgja Bengt Johansson

Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV

Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni.

Handbolti