„Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ „Ég er sáttur með þetta, geggjaður leikur,“ sagði mennski múrinn Viktor Gísli Hallgrímsson en hann fór á kostum í marki Íslands þegar strákarnir lögðu Slóveníu á HM í handbolta. Um var að ræða síðasta leik í riðlinum en sigurliðið færi með fleiri stig með sér í milliriðil. Handbolti 20. janúar 2025 21:47
Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld. Handbolti 20. janúar 2025 21:46
Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Handbolti 20. janúar 2025 21:37
„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Handbolti 20. janúar 2025 21:34
„Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. Handbolti 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. Handbolti 20. janúar 2025 21:21
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. Handbolti 20. janúar 2025 21:07
Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Grænhöfðaeyjar og Síle urðu síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í milliriðli heimsmeistaramóts karla í handbolta sem nú fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. Handbolti 20. janúar 2025 19:01
„Þeir eru með hraða tætara“ „Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel. Tókum þetta af krafti og settum fókusinn á okkar. Keyrðum yfir þessu lið og nú hefst alvaran,“ segir Elvar Örn Jónsson sáttur við framgöngu íslenska liðsins í skyldusigrunum tveimur á HM. Handbolti 20. janúar 2025 17:33
Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Það styttist óðum í stórleik Íslands og Slóveníu í kvöld, lokaumferð G-riðils á HM karla í handbolta. Vísir er í Zagreb og hitti þar stuðningsmenn í banastuði. Handbolti 20. janúar 2025 15:30
Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Egyptar urðu fyrir blóðtöku fyrir komandi milliriðil með strákunum okkar. Mikilvægur leikmaður liðsins meiddist í góðum sigri gærkvöldsins. Handbolti 20. janúar 2025 15:21
Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur unnið sögulegan sigur í kvöld þegar liðið mætir Slóveníu í Zagreb í Króatíu. Handbolti 20. janúar 2025 14:33
Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Það er komið að fyrsta alvöru prófinu fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta á HM. Í liði Slóvena er fullt af frábærum leikmönnum og þar á meðal tveir úr Evrópumeistaraliði Barcelona. Handbolti 20. janúar 2025 13:34
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. Handbolti 20. janúar 2025 13:01
Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. Handbolti 20. janúar 2025 12:02
Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Handbolti 20. janúar 2025 11:31
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. Handbolti 20. janúar 2025 11:02
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. Handbolti 20. janúar 2025 10:02
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. Handbolti 20. janúar 2025 09:40
Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Handbolti 20. janúar 2025 09:30
Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Handbolti 20. janúar 2025 09:02
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. Handbolti 20. janúar 2025 08:01
„Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni. Handbolti 19. janúar 2025 22:47
„Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. Handbolti 19. janúar 2025 22:17
Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Heimamenn í Króatíu, sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar, þurfa að sætta sig við 2. sætið í H-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa tapað gegn Egyptalandi í kvöld, 28-24. Handbolti 19. janúar 2025 21:13
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. Handbolti 19. janúar 2025 19:54
Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Handbolti 19. janúar 2025 19:32
Tómt hús hjá lærisveinum Arons Bahrein, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar, mátti sætta sig við þriðja tapið í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag þegar liðið tapaði fyrir Argentínu 26-25. Handbolti 19. janúar 2025 18:46
Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Það er nú orðið ljóst að stuðningsmenn Íslands á HM, sem og á Íslandi, geta ekki keypt sér nýja landsliðsbúninginn. Handbolti 19. janúar 2025 16:16
Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins. Handbolti 19. janúar 2025 15:11