Sebastian Stan mun leika Donald Trump Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi. Lífið 30. nóvember 2023 11:10
Cheers og ER leikkonan Frances Sternhagen látin Bandaríska leikkonan Frances Sternhagen, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Cheers og ER, er látin 93 ára að aldri. Lífið 29. nóvember 2023 23:35
Ballið búið hjá þríeykinu vinsæla Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru sagðir hafa tekið upp síðasta þátt sinn af The Grand Tour, bílaþáttaröð streymisveitunnar Amazon Prime. Síðustu rúma tvo áratugi hafa þeir verið meðal vinsælustu sjónvarpsmanna heimsins. Bíó og sjónvarp 29. nóvember 2023 22:26
Tiffany Haddish handtekin Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. Lífið 25. nóvember 2023 17:52
Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs. Erlent 24. nóvember 2023 15:31
Jamie Foxx neitar sök Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx. Lífið 23. nóvember 2023 22:59
Málið áfram og Rocky á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að ákæruvaldið hefði næg sönnunargögn til að draga tónlistarmanninn ASAP Rocky fyrir dóm fyrir að hafa skotið á æskuvin sinn og samstarfsmann fyrir utan hótel í Hollywood árið 2021. Lífið 21. nóvember 2023 08:26
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Erlent 20. nóvember 2023 10:41
Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Lífið 20. nóvember 2023 08:01
Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum. Innlent 19. nóvember 2023 09:00
Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum 23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt. Erlent 18. nóvember 2023 10:43
Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. Tónlist 18. nóvember 2023 10:12
Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Lífið 18. nóvember 2023 07:00
Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Erlent 17. nóvember 2023 08:21
Snoop Dogg hættur að reykja Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar. Lífið 16. nóvember 2023 21:25
Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. Lífið 15. nóvember 2023 21:15
„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“ Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum. Lífið 15. nóvember 2023 16:50
„Ætli þú megir ekki eiga þessa tuttugu dali sem þú skuldar mér“ Matt LeBlanc segir að stundirnar sem hann varði með vini sínum Matthew Perry, séu meðal þeirra bestu í lífi hans. Þeir léku þá Joey og Chandler í hinum gífurlega vinsælu þáttum Friends. Matthew Perry féll frá í lok síðasta mánaðar. Bíó og sjónvarp 14. nóvember 2023 16:56
Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Tíska og hönnun 13. nóvember 2023 13:30
Sjötta barn Ramsay komið í heiminn Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay. Lífið 12. nóvember 2023 03:13
Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Innlent 10. nóvember 2023 14:08
Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Lífið 9. nóvember 2023 23:59
Kim Kardashian uppljóstrar leynilegu húðflúri Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur greint frá því að hún sé komin með húðflúr. Um er að ræða endalaust-tákn (∞). Lífið 9. nóvember 2023 11:46
Langþráður samningur í höfn í Hollywood Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs. Lífið 9. nóvember 2023 11:10
Perry lagður til hinstu hvílu við hlið annarra stórstjarna Leikarinn Matthew Perry var lagður til hinstu hvílu í Forest Lawn kirkjugarðinum í Hollywood Hills í lok síðustu viku og er jarðaður við hlið annarra stórstjarna í grafreitnum Sanctuary of Treasured Love, en svæðið er afgirt og vaktað. Lífið 8. nóvember 2023 15:39
Barnastjarna úr My Sister‘s Keeper látin Bandaríski leikarinn Evan Ellingson, sem gerði garðinn frægan sem leikari í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á sínum yngri árum, er látinn. Hann varð 35 ára gamall. Lífið 6. nóvember 2023 16:13
Pacino greiðir fjórar milljónir í mánaðarlegt meðlag Bandaríski leikarinn Al Pacino hefur samþykkt að greiða þrjátíu þúsund bandaríkjadali í mánaðarlegar meðlagsgreiðslur með fjögurra mánaða syni sínum, eða um 4,1 milljón króna. Lífið 5. nóvember 2023 16:54
Enn ein ásökunin á hendur Brand Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. Erlent 5. nóvember 2023 12:05
Perry borinn til grafar Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina. Lífið 4. nóvember 2023 21:32
Barn Barker og Kardashian komið í heiminn Fyrsta barn trommarans Travis Barker og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er komið í heiminn. Kardashian tilkynnti um óléttuna í júlí þegar hún hélt á skilti á tónleikum Travis, sem er trommarinn í hljómsveitinni Blink-182, sem á stóð: „Travis, ég er ólétt.“ Lífið 4. nóvember 2023 18:21