Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Lífið
Fréttamynd

Ballið búið hjá þríeykinu vin­sæla

Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru sagðir hafa tekið upp síðasta þátt sinn af The Grand Tour, bílaþáttaröð streymisveitunnar Amazon Prime. Síðustu rúma tvo áratugi hafa þeir verið meðal vinsælustu sjónvarpsmanna heimsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tiffany Haddish hand­tekin

Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. 

Lífið
Fréttamynd

Á­sökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum

Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs.

Erlent
Fréttamynd

Jamie Foxx neitar sök

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx.

Lífið
Fréttamynd

Shakira semur um skattalagabrotin

Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Erlent
Fréttamynd

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið
Fréttamynd

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent
Fréttamynd

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir

Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Lífið
Fréttamynd

Snoop Dogg hættur að reykja

Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Lífið
Fréttamynd

„Hvíldu í friði litli bróðir, þú lést mér alltaf líða betur“

Leikkonan Jennifer Aniston segist aldrei hafa upplifað annað eins flóð tilfinninga og að þurfa að kveðja vin sinn og samleikara Matthew Perry. Courtney Cox segir frá augnabliki með Perry í þáttunum sem höfðu meiriháttar áhrif á framvinduna. David Schwimmer deilir uppáhaldsmynd af þeim félögum. 

Lífið
Fréttamynd

Sjötta barn Ramsay komið í heiminn

Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay.

Lífið
Fréttamynd

Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins

Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Lífið
Fréttamynd

Enn ein á­sökunin á hendur Brand

Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010. 

Erlent
Fréttamynd

Perry borinn til grafar

Leikaranum Matthew Perry var fylgt til grafar í Los Angeles í gær. Fjölskylda, vinir og vandamenn voru viðstödd athöfnina.

Lífið
Fréttamynd

Barn Bar­ker og Kar­dashian komið í heiminn

Fyrsta barn trommarans Travis Barker og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian er komið í heiminn. Kardashian tilkynnti um óléttuna í júlí þegar hún hélt á skilti á tónleikum Travis, sem er trommarinn í hljómsveitinni Blink-182, sem á stóð: „Travis, ég er ólétt.“

Lífið