Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Gunnar Óla.: Ekki séns að ég sleppi leikjum á þessum tímapunkti

Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitarimmunni við Þór frá Þorlákshöfn með því að leggja þá að velli í fjórða leik liðanna 78-58. Það er mál manna að þeir hafi mætt af meiri hörku í leikinn og náð að setja sitt fingrafar á leikinn. Gunnar Ólafsson átti lykilkörfur sem komu hans mönnum á bragðið en hann var sáttur eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Frábær ferill og algjör fagmaður“

Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014.

Körfubolti
Fréttamynd

„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“

Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Clippers á­fram þrátt fyrir stór­leik Luka

Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin lék vel í tapi gegn Real Madrid

Martin Hermannsson átti fínan leik í liði Valencia er liðið tapaði með 11 stiga mun gegn deildarmeisturum Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrslitakeppninnar í körfubolta. Lokatölur 81-70 heimamönnum í Real í vil.

Körfubolti