„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Körfubolti 28. júní 2021 07:31
Phoenix einum sigri frá úrslitaeinvíginu Phoenix Suns er komið í ansi vænlega stöðu í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum er þeir komust í 3-1 í einvíginu gegn LA Clippers í nótt. Körfubolti 27. júní 2021 10:00
Milwaukee jafnaði metin Allt er jafnt í úrslitum Austurdeildarinnar eftir annan leik Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks í NBA körfuboltanum. Körfubolti 26. júní 2021 10:01
NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Körfubolti 25. júní 2021 15:00
Loksins hnigu Sólirnar til viðar Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Körfubolti 25. júní 2021 07:30
Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. Körfubolti 24. júní 2021 19:00
NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Körfubolti 24. júní 2021 15:00
Young stórkostlegur þegar Haukarnir tóku forystuna Trae Young hefur farið á kostum í úrslitakeppni NBA og átti enn einn stórleikinn þegar Atlanta Hawks sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Körfubolti 24. júní 2021 07:30
NBA dagsins: Var ekki í deildinni fyrir ári en átti sinn besta leik á ferlinum í nótt Phoenix Suns er komið í 2-0 í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 104-103, í leik liðanna í nótt. Körfubolti 23. júní 2021 16:01
Lakers-maður gripinn glóðvolgur með gras og handtekinn Alex Caruso, leikmaður Los Angeles Lakers, var handtekinn í Texas í gær fyrir vörslu maríjúana. Körfubolti 23. júní 2021 14:01
Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust. Körfubolti 23. júní 2021 10:01
Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. Körfubolti 23. júní 2021 07:30
Spilar með dóttur sína á skónum Bandaríska körfuboltakonan Dearica Hamby spilar með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni en hún er mjög stolt móðir. Körfubolti 22. júní 2021 16:30
NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Körfubolti 21. júní 2021 15:00
Sögulegur sigur Atlanta sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar Atlanta Hawks er komið í úrslit Austurdeildar NBA eftir sigur á Philadelphia 76ers, 96-103, í oddaleik í nótt. Þetta var fyrsti sigur Atlanta á útivelli í oddaleik í sögu félagsins, í tíundu tilraun. Körfubolti 21. júní 2021 07:16
Stóra táin á Durant réði úrslitum - Milwaukee áfram eftir oddaleik Milwaukee Bucks unnu frækinn 115-111 útisigur á Brooklyn Nets í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Spennan í leiknum var gríðarleg. Körfubolti 20. júní 2021 09:30
Mögnuð endurkoma í sögulegum sigri Clippers - Oddaleikur framundan í Philadelphiu Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tryggðu sæti sitt í úrslitum Vesturdeildarinnar og Philadelphia 76ers héldu vonum sínum á lífi með naumum sigri á Atlanta Hawks austanmegin. Körfubolti 19. júní 2021 09:30
NBA dagsins: Giannis og Middleton með 68 stig er Bucks tryggðu sér oddaleik Khris Middleton og Giannis Antetokounmpo sáu til þess að Milwaukee Bucks jöfnuðu metin gegn Brooklyn Nets í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan 3-3 og við fáum hreinan úrslitaleik um hvort liðið fer áfram. Körfubolti 18. júní 2021 15:30
Boston Celtics tókst að losna við samning Kemba Walker sem fer til OKC NBA körfuboltafélaginu Boston Celtics tókst að finna nýjan samastað fyrir Kemba Walker sem flestir töldu að gæti orðið mjög erfitt. Körfubolti 18. júní 2021 14:31
Maðurinn sem fékk Jón Arnór til Dallas rekinn frá Dallas Mavericks Donnie Nelson var rekinn sem framkvæmdastjóri Dallas Mavericks í vikunni en hann hefur starfað fyrir félagið í 24 tímabil. Körfubolti 18. júní 2021 09:30
Fáum hreinan úrslitaleik milli Nets og Bucks í Brooklyn Milwaukee Bucks stóðst pressuna og tryggði sér oddaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar með sannfræandi fimmtán stiga sigri á Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt, 104-89. Körfubolti 18. júní 2021 07:36
Kawhi-laust Clippers komið í forystu sem og Atlanta þökk sé ótrúlegum síðari hálfleik Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers er komið í 3-2 gegn Utah Jazz og sömu sögu er að segja af Atlanta Hawks í rimmu sinni gegn Philadelphia 76ers. Körfubolti 17. júní 2021 10:01
NBA dagsins: Kevin Durant sýndi okkur það í nótt að hann er sá besti í heimi Það er erfitt að finna betri leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar en Kevin Durant átti í nótt. Í algjörum lykilleik og þegar liðið hans mætti vængbrotið til leiks steig hann fram og sýndi og sannaði hversu stórbrotinn leikmaður hann er. Körfubolti 16. júní 2021 16:31
Kawhi Leonard meiddur á hné og gæti misst af restinni af einvíginu Hnémeiðsli Kawhi Leonard eru það alvarleg að hann verður ekki með Los Angeles Clippers liðinu í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í kvöld og hann gæti misst af restinni af einvíginu á móti Utah Jazz. Körfubolti 16. júní 2021 15:16
Chris Paul í kórónuveiruvandræðum og gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Phoenix Suns er eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en leiðtogi liðsins búinn að koma sér í vandræði. Körfubolti 16. júní 2021 13:21
Stórkostleg frammistaða hjá Durant í nótt í lykilleik í einvíginu Kevin Durant bauð upp á eina besti frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Brooklyn Nets komst í 3-2 á móti Milwaukee Bucks. Körfubolti 16. júní 2021 07:31
Harden gæti snúið aftur í nótt Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks mætast í nótt. Um er að ræða fimmta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan er 2-2 í einvíginu og Bucks gæti því komist í góða stöðu með sigri. Körfubolti 15. júní 2021 23:15
Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 15. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Sá besti var rekinn snemma í sturtu á meðan sá „gamli“ var óstöðvandi Það þarf að fara 32 ár aftur í tímann til að finna mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í sömu stöðu og Nikola Jokic lenti í þegar tímabilið hans endaði í nótt. Körfubolti 14. júní 2021 16:00
Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Körfubolti 14. júní 2021 07:31