NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“

Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Loksins hnigu Sólirnar til viðar

Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Vanessa Bryant semur við þyrlufyrirtækið

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur ákveðið að semja í máli sínu gegn flugmanninum og eiganda þyrlunnar sem brotlenti í Los Angeles janúar á síðasta ári þar sem Kobe, dóttir hans, Gianna, sjö aðrir létust.

Körfubolti
Fréttamynd

Harden gæti snúið aftur í nótt

Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks mætast í nótt. Um er að ræða fimmta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan er 2-2 í einvíginu og Bucks gæti því komist í góða stöðu með sigri.

Körfubolti