Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun. Erlent 27. ágúst 2025 07:59
Lesblindir og stuðningur í skólum Vitund um lesblindu hér á Íslandi hefur aukist verulega undanfarna áratugi, að hluta til vegna starfs Félags lesblindra og meiri fræðslu innan skólakerfisins. Það er því óumdeilt að þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Skoðun 26. ágúst 2025 22:04
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. Skoðun 26. ágúst 2025 18:00
Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Skoðun 26. ágúst 2025 11:00
Skýr stefna um málfrelsi Eins og kunnugt er af fréttaflutningi, meinuðu mótmælendur prófessor frá Bar-Ilan háskólanum í Ísrael að halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Fyrirlesturinn var í boði Rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á sviði lífeyrismála (Pension Research Institute Iceland – PRICE – á ensku). Skoðun 26. ágúst 2025 10:32
Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra. Innlent 26. ágúst 2025 09:09
Munar þig um 5-7 milljónir árlega? OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Skoðun 26. ágúst 2025 09:01
Eflum traustið Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Skoðun 26. ágúst 2025 07:30
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Skoðun 26. ágúst 2025 07:04
„Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans. Innlent 25. ágúst 2025 22:44
Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor Borgarfulltrúar Framsóknar leggja í dag fram tillögu í skóla- og frístundaráði um skyldubundin stöðu- og framvindupróf í grunnskólum Reykjavíkur. Oddviti flokksins segir tilraunaverkefni hafa gengið vel í vor og að hann telji ekki eftir neinu að bíða að innleiða prófin í öllum skólum borgarinnar strax næsta vor. Innlent 25. ágúst 2025 15:13
Akademískt frelsi og ókurteisi Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Skoðun 25. ágúst 2025 14:03
Þátttökuverðlaun Þórdísar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður, fyrrverandi ráðherra, forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og tveggja barna móðir í Kópavogi, sá ástæðu til þess að skrifa Vísi bréf þar sem hún æðrast yfir viðbrögðum mínum við nýlegu viðtali við bæjarstjórann í Kópavogi. Skoðun 25. ágúst 2025 08:02
Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Á síðastliðnum 20 árum hafa skýrslur verið teknar af tíu börnum undir sex ára aldri vegna gruns um að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns á leikskóla þeirra. Innlent 25. ágúst 2025 06:35
Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. Innlent 24. ágúst 2025 16:35
Hlustum í eitt skipti á foreldra Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Skoðun 24. ágúst 2025 10:33
Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Innlent 24. ágúst 2025 09:45
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23. ágúst 2025 18:54
Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Tveir vinir og nýstúdentar héldu í sumar vímuefnalausan viðburð þar sem ungmenni gátu skemmt sér utandyra með jafnöldrum sínum. Þeir segja viðburðinn hafa heppnast afar vel og stefna á að stækka hann á næsta ári. Innlent 23. ágúst 2025 08:01
Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar fyrir kjörtímabilið 2022–2026 er lögð sérstök áhersla á að bæta stöðu barnafjölskyldna í Hveragerði. Skoðun 22. ágúst 2025 11:31
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Skoðun 22. ágúst 2025 10:31
Skólaskætingur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra. Skoðun 22. ágúst 2025 08:02
Ný sókn í menntamálum Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Skoðun 22. ágúst 2025 07:02
Landsmenn allir harmi slegnir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 21. ágúst 2025 22:28
Er Akureyri að missa háskólann sinn? Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar. Skoðun 21. ágúst 2025 17:01
Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum. Innlent 21. ágúst 2025 15:32
Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Gerður Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness. Innlent 21. ágúst 2025 13:57
Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Málfarsvillur menntamálaráðherra hafa vakið hneykslan nokkurra Bylgjuhlustenda í dag. Í viðtali segir hann meðal annars „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Málfræðingur segir það ekki koma á óvart enda sé þetta útbreitt málfar en væntanlega geri almenningur ríkari kröfur til menntamálaráðherra. Ráðherrann kveðst sjálfur hafa litlar áhyggjur af málfari sínu, hann sé of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu. Innlent 21. ágúst 2025 13:53
Kópavogsleiðinn Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis. Skoðun 21. ágúst 2025 09:02
Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir mikilvægt að umræða fari fram um menntakerfið en það sé á sama tíma mikilvægt að tala það ekki niður. Menntakerfið sé fínt og flestum börnum líði vel og gangi vel. Verkefni stjórnvalda sé að takast á við undantekningar svo öll börn geti fengið menntun sem þau eiga rétt á. Innlent 21. ágúst 2025 09:01