Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Innlent 28. ágúst 2023 19:05
Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Innlent 28. ágúst 2023 16:47
Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Innlent 28. ágúst 2023 15:30
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Innlent 28. ágúst 2023 12:15
Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. Innlent 28. ágúst 2023 09:12
„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Innlent 28. ágúst 2023 09:02
Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. Innlent 28. ágúst 2023 08:55
Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27. ágúst 2023 20:59
Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. Innlent 27. ágúst 2023 17:23
„Skref í rétta átt“ en þarf meira aðhald til að ná niður verðbólguvæntingum Þótt boðaðar aðgerðir fjármála- og efnahagsráðherra um aukið aðhald í ríkisrekstrinum á komandi ári, sem nemur samtals um sautján milljörðum króna, séu jákvæðar þá eru þær ólíklega að hafa einhver áhrif til lækkunar á verðbólguvæntingum, að sögn sjóðstjóra á skuldabréfamarkaði. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma en þær hafa lítið lækkað að undanförnu. Innherji 27. ágúst 2023 11:58
„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Innlent 27. ágúst 2023 10:48
Vísar gagnrýni á bug Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Innlent 26. ágúst 2023 21:13
Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Innlent 26. ágúst 2023 15:55
136 tonn af svifryki svífa um borgina árlega Við sem þjóð erum stolt af landinu okkar, stolt af landsins gæðum; vatninu sem við drekkum ferskt úr ám og lækjum, ósnortinni náttúru - sem er úfin og ófyrirséð og blessuðu loftinu sem við öndum að okkur. Skoðun 26. ágúst 2023 14:01
Bjarni setur flokksráðsfund Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, setur fundinn með ræðu klukkan 12:30. Innlent 26. ágúst 2023 12:00
Katrín ávarpar flokksráðsfund Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Félagsheimilinu á Flúðum í morgun, með ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG og félags- og vinnumálaráðherra. Nú talar Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra. Innlent 26. ágúst 2023 10:40
Pósthúsafgreiðslu í Bolungarvík lokað Pósthúsafgreiðsla í Bolungarvík lokar frá og með 1. september næstkomandi. Þjónustupósthús Bolungarvíkur verður Pósthúsið á Ísafirði. Þá verður áfram póstþjónusta en hún verður með breyttu sniði. Innlent 25. ágúst 2023 22:20
Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug. Lífið 25. ágúst 2023 21:54
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. Innlent 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Innlent 25. ágúst 2023 19:11
Tvær sóttu um forstjórastöðuna hjá Geislavörnum Tvær sóttu um embætti forstjóra Geislavarna ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun ágúst síðastliðinn. Innlent 25. ágúst 2023 14:19
Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Skoðun 25. ágúst 2023 14:01
Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Innlent 25. ágúst 2023 14:01
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Innlent 25. ágúst 2023 12:14
Settur forstjóri skipaður forstjóri Skipulagsstofnunar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið. Innlent 25. ágúst 2023 11:12
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir hagræðingu í rekstri Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til fréttamannafundar í ráðuneyti sínu klukkan 11:30 í dag. Innlent 25. ágúst 2023 10:30
Andrés Pírati flytur í næstu götu Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. Lífið 25. ágúst 2023 08:01
Hyggst gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum Næstum öll börn í grunnskólum landsins eiga eigin farsíma, 95 prósent barna í 4. til 7. bekk og 98 prósent í 8. til 10. bekk. Um 7 prósent nemenda í 4. til 7. bekk nota netið daglega til að leysa skólaverkefni, 38 prósent nemenda í 8. til 10. bekk og 74 prósent framhaldsskólanema. Innlent 25. ágúst 2023 06:44
„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Innlent 24. ágúst 2023 22:29
„Ógerlegt“ að auglýsa lóð lúxusíbúða á Kársnesi Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Innlent 24. ágúst 2023 21:33