KSÍ

Fréttamynd

Laugardalsvöllur tekur lit

Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórt skref en KSÍ í kapp­hlaupi við tímann

Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ og kvennaboltinn

Stundum á maður varla orð. Ung kona með víðtæka og góða reynslu í kvennaboltanum. Þrátt fyrir ungan aldur þá er hún hokin af reynslu, bæði sem iðkandi og ekki síður sem sjálfboðaliði árum saman. Hún hefur gengið í öll þau fjölmörgu verk sem þarf að inna af hendi í kringum kvennaboltann til þess að allt gangi upp. Leggur svo sannarlega sitt af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“

„Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær lang­mest

Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

Fótbolti
Fréttamynd

Per­sónu­vernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsu­gæsluna

Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla.

Innlent