Stjórnsýsla

Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð
Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð.

Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní
Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní.

Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd
Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar.

Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku
Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið.

Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska.

Hvar skapast virði? Laun og einfeldningslegar skoðanir Sjálfstæðismanna
Í gær birtust þrjár greinar á vef Fréttablaðsins þar sem rætt var um sífellt dýrari rekstur hins opinbera. Tvær greinanna ræða hvernig æðsta stjórnsýsla ríkisins hafi blásið út í valdatíð Sjálfstæðisflokksins með tilheyrandi kostnaði.

Þjóðminjavörður skipaður skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Margrét hefur gegnt stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000.

Fjarskiptastofa herðir tökin fyrir söluna á Mílu
Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni.

Hundrað kílómetrar af skjölum útistandandi
Þjóðskjalasafnið sér fram á mikla tæknivæðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að innheimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safnkosturinn tvöfaldast við það.

Hvar er byggðastefnan?
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024.

Sóley ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum
Sóley Kaldal hefur verið ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu. Síðustu ár hefur hún leitt alþjóðasamskipti hjá Landhelgisgæslunni.

Fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri ráðinn til forsætisráðuneytisins
Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, hefur verið ráðinn sem hagfræðingur á skrifstofu stefnumála hjá forsætisráðuneytinu samkvæmt starfsmannalista ráðuneytisins.

Ágúst Hjörtur nýr forstöðumaður Rannís
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skipað Ágúst Hjört Ingþórsson forstöðumann Rannsóknarmiðstöðvar Íslands frá 1. apríl.

Hrafnhildur ráðin upplýsingafulltrúi úr hópi sjötíu umsækjenda
Hrafnhildur Helga Össurardóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hrafnhildur hefur störf í apríl.

Kjörstjórnir í uppnámi vegna hertra hæfisreglna
Um þriðjungur þeirra sem skipa áttu kjörstjórnir í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru bullandi vanhæfir samkvæmt nýjum kosningalögum.

Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta
Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.

Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Orðið óþolandi að taka slag um sýslumenn á tveggja ára fresti
Dómsmálaráðherra vill fækka embættum sýslumanna sem nú eru níu og hafa einn sýslumann yfir landinu öllu. Bæjarstjóri Vestmannaeyja leggst eindregið gegn áformunum og efast um að landsbyggðarþingmenn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins.

Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir.

Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi
Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Átta vilja stýra úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði.

Þegar leikreglurnar líkjast lönguvitleysu
Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd.

Dúi verður upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Svandísar
Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn nýr upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. Hann hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar
Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði.

Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar
„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.

Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun.

Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur.

Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar
Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi.

Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta.

Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar.