Kjaramál

Fréttamynd

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Mar vill taka við af Gylfa

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október.

Innlent
Fréttamynd

Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum

"Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“

Innlent
Fréttamynd

Lokaúrskurður kjararáðs

Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Skoðun
Fréttamynd

Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni

Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Afar mikilvægt að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að vel takist til við gerð kjarasamninga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunnskólakennarar samþykkja kjarasamning

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu í dag nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu með 74% atkvæða. Atkvæðagreiðslan hefur staðið yfir dagana 31. maí til dagsins í dag.

Innlent